Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 8
2
mönnum í rjetta átt. Við vitum að málstaður okkar er
góður og að reynslan hefir margsannað það álit okkar.
Við sjáum takmarkið fram undan og steínum að því,
djarflega og óttalaust. En við vitum ekki, hve langan
tíma við verðum að ná því marki. Pað er komið undir
svo mörgu: dugnaði okkar, óeigingirni, framsýni og
festu, en eigi því skipulagi, sem hið starfandi samvinnu-
lið landsins hlítir í baráttunni við kaupmaniiavaldið. Og
þær athugasemdir, sem hjer fara á eptir, verða einskonar
frumdrættir að tillögum um það, hversu hátta megi fram-
sókn samvinnumanna, nú á næstu árum, til að ná sem
fyrst því takmarki: að því nœr öll verzlun Íslendinga,
til lands og sjávar, verði rekin af samvinnu/jelögum, und-
ir einni stjórn.
* *
*
Eins og allir vita, eru kaupfjelög nú starfandi í öllum
helztu byggðum landsins og sumum kauptúnum. Pau
hafa lagt undir sig eigi alllítinn hluta af nauðsynjaverzl-
un bænda og annara landmanna, þar sem þau starfa.
En öll fiskverzlun landsmanna, og mest öll viðskipti
þeirra manna, er lifa af sjávarafla, er í höndum kaup-
manna. Kaupfjelögin eru mjög misgóð. Sum eru og
hafa ekki verið annað en grímuklæddar kaupmannaverzl.
anir, t. d. þar sem bændur hafa keypt kaupmannaverzl-
anir og gert kaupmanninn að þjóni fjelagsins. En sem
betur fer, eru þau fjelög fá, nú orðið. Þar næst má
telja lítil og fátæk fjelög, sem lenda í vasa innlendraeða
erlendra stórkaupmanna. þar er samvinnuarðurinn opt
næsta lítill, af því fjelögin verða að hlíta okurverði stór-
kaupmanna, þar sem bankarnir eru löngum erviðir í skauti,
slíkum smælingjum. F*á eru nokkur allstór og sjálfstæð
fjelög, sem spila upp á eigin spýtur, og geta lítið bætt
skipulagið heima fyrir, frá því sem nú er. Og að síðustu
eru sambandskaupfjelögin, sem hafa sameiginlega stjórn,
erindreka í útlöndum, gefa út Tímarit kaupfjelaganna,
kosta fje til að útbreiða samvinnuhugmyndir meðal lands-