Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 17

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 17
11 árangur. I þetta sinn vil eg eingöngu minna á, að í áð- urnefndri grein er bent á þá einu leið, sem til er, til að umbreyta hugsunarhætti íslenzkrar alþýðu í samvinnu- málum, svo grundvöllurinn gæti talizt öruggur. En af því að þetta ráð er dýrt, og þarf mikinn undirbúning — sem ekki er að vonast eptir hjá þeim mönnum, sem nú ráða í landinu —, er hjer fremur drepið á fjelagsmennt- un í smærri skömtum, vegna samræmis, en af því, að stefnt verði að hinu stærra marki í bráð. Önnur ódýrari úrræði til að sannfæra þjóðina um á- gæti samvinnuhugmyndarinnar eru líka hendi nær. Fyrst er eptirdœmið og er það mælskast allra meðmælenda. Hvert heiðarlegt og öruggt samvinnufyrirtæki hvetur aðra til svipaðra framkvæmda. Timarit kaupfjelaganna er næst í röðinni. Það hefir afarmikla þýðingu. Pað flytur og á að flytja langar og efnismiklar hugvekjur um samvinnu- málin. F*að er sá staður, þar sem ræða ber hinar alvar- legri og torskildari hliðar samvinnunnar. En því miður er það enn mikill minni hluti manna, sem hefir dugnað og gáfur til að kynna sjer nokkurt mál rækilega. þess- vegna eru öll blöð og tímarit, sem leggja áherzlu á þá hlið málanna, fákeypt. Til að vinna fylgi fjöldans, þarf grunnfærari og aðgengilegri málaflutning, og þar helzt að treysta á blöðin. Þau smjúga inn undir hvert þak, og í hvert hugskot, Skoðanir þeirra hafa áhrif á lesendurna, án þess þeir viti af því sjálfir. Endurtekningin holar þar bjargið, eins og dropinn steininn. Það má næst um því svo að orði kveða, að sá sem hefir blöðin með sjer, hafi þjóðina á sínu bandi. En í baráttu kaupmanna og kaupfjelaga hallar mjög á samvinnumenn í þessu efni. Peir hafa blöðin á móti sjer, hjer um bil öll, af þvi að þeir hafa ekkert gert fyrir þau. Kaupmenn, aptur á móti, auglýsa, og á auglýsingun- um lifa öll hin stærri blöð (að frá teknu því, sem póli- tískar »kiíkur« leggja til sumra þeirra). Og eins og auð- vitað er, geta blöðin ekki átt á hættu að mæla með kaup-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.