Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 18
12
fjelögunutn og fæla þar með burtu helztu stuðnings-
mennina. Svo ramt kveður að þessu, að sumir blaða-
menn, sem álíta samvinnuhreifinguna hið mesta happ
fyrir þjóðina, geta þó ekki lagt henni liðsyrði opinber-
lega, nema með því að eyðileggja blaðafyrirtækin sjálf.
En auðvitað er hjer um hina mestu meinloku að ræða
frá hálfu samvinnumanna. Þeir hafa glatað krónunni
með því að spara eyrinn. þeir hafa ekki tímt að aug-
lýsa eða styðja neitt blað, svo að það gæti staðið með
þeim. Og fyrir þessa meinloku hafa þau kastað hinum
áhrifamiklu blöðum í opna arma kaupmannanna og þau
aptur lagt hina ósjálfstæðari menn í landinu undir kaup-
mannahælinn.
Engin hreifing, sem vill verða vinsæl og voldug, get-
ur komizt af án útbreiddra blaða. Og þessi allsherjar-
lög gilda jafnt í samvinnumálum sem annarstaðar. Ef
kaupfjelagsmenn ætla sjer að sigra kaupmannavaldið, má
ekki vanrækja þessa hlið. Sennilega mundi nægja, fyrst
um sinn, að hafa ein þrjú vikublöð á bandi samvinnu-
manna, ef þau væru vel valin og útbreidd meðal allrar
alþýðu í sveitum og kauptúnum. Pað yrði verk sam-
bandsstjórnar, er til kæmi, að semja við stuðningsblöð-
in og ákveða, hvernig vinna skyldi. Að líkindum yrði um
tvennskonar stuðning að ræða, frá blaðanna hálfu: aug-
lýsingar og greinar um gildi samvinnunnar. Auglýsingar
eru bersýnilega jafnnauðsynlegar kaupfjelögum sem kaup-
mönnum, með því að þau sækjast einnig eptir því að fá
sem mesta ábyggilega viðskiptaveltu. Hinni aðferðinni
eru menn óvanari hjer á landi, nefnilega greinum, sem í
raun og veru eru auglýsingar, en sýnast ekki vera það,
en einmitt þær mundú eiga bezt við, eins og hjer stend-
ur á. Það er töluvert algengt erlendis, að voldug verzl-
unarhús hafa ákveðið rúm í hverju einasta tölublaði ein-
hvers stórblaðsins og láta vel ritfæra menn fylla dálkinn
daglega með Ijettlæsilegum greinum um ágæti þeirrar
verzlunar, sem hlut á að máli. Petta ráð er mjög áhrifa-