Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 23

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 23
17 margvíslegu samvinnufjelaga, sem nálega hver danskur bóndi er í: framleiðslufjelaga og kaupfjelaga, samvinnu- bankans og sambandsfjelagsins. Hlutverk samvinnubank- ans er svo að byrgja allt þetta mikla samvinnukerfi af verðmiðlum, og vera fjárhagsleg þungamiðja þess, bæði út á við og inn á við. Hann er það fyrir fjelögin, sem smærri lánsstofnanirnar eru fyrir einstaklingana. Það er nú auðskilið, hvílíkt sjálfstæði þetta skipulag veitir dönsku samvinnufjelögunum og Ijettir í viðskipt- um. Bóndi í sveit er t. d. meðeigandi og þátttakandi í rjómabúi, sláturfjelagi, eggjasölufjelagi o. s. frv. Öll þessi fjelög greiða sjóðstjórninni innleggsupphæðir bóndans. En jafnframt er hann í kaupfjelagi, fóðurkaupafjelagi, vjelkaupafjelagi o. s. frv. Pessi fjelög senda sjóðstjórn- inni líka úttektarupphæðir bóndans. Sjóðurinn jafnar svo reikninga, innheimtir gjaldeyrisupphæðirnar og greiðir skuldirnar til kaupfjelaganna. Eigi bóndinn inni í sjóðn- um, geymir hann það og ávaxtar, með lágri rentu, nema bóndi taki það út til einhverra þarfa; en skuldi hann, þá lánar sjóðurinn honum það gegn lítið eitt hærri vöxt- um og auðvitað þeim tryggingum, sem lög sjóðsins setja að skilyrði. Petta sýnir, hve ótrúlega langt Danir eru komnir í alls konar samvinnu, líklega lengst allra þjóða, að minnsta kosti meðal bænda, enda eru aðrar þjóðir farnar að taka þá sjer til fyrirmyndar í samvinnumálum. Nú orðið mun það líka nær því dæmalaust, að nokkurt samvinnufyrir- tæki, sem Danir byrja á, misheppnist fyrir þeim, svo leiknir eru þeir orðnir í allskonar samvinnu og samtökum. Hvenær skyldi samvinnumálunum verða svona langt komið hjá oss íslendingum? b< y, 2

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.