Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 34
28
svo mikið niður sem unnt er, þó ágóðinn verði þá eng-
inn til úthlutunar meðal fjelagsmanna.
í Danmörku hefir verið talsvert um svona lagaðar ósk-
ir, árið sem leið, og jafnvel verðlagsnefnd ríkisins hefir
komið fram með beinar áskoranir í þá átt, t. d. gagn-
vart hinu umsvifamikla fóðurkaupafjelagi samvinnumanna
á Jótlandi. En fjelögin hafa getað varið vöruverðlag sitt
með góðum og gildum ástæðum, svo ekki hefir þurft
að lækka verðið.
Um þetta málefni koma nú fram allmargar ritgerðir
í vikublaði dönsku samvinnufjelaganna. Meðal þeirra, sem
um þetta skrifa, er Severin Jörgensen, hinn aldurhnigni
og víðkunni postuli samvinnunnar. Tekur hann mjög í
sama streng og gert er í þessu tímariti, síðasta hefti f.
á., »Verðlagning í kaupfjelögunum« (bls. 187—193). Sú
ritgerð var fullprentuð, þegar Tímaritinu barst áminnst
grein Sev. Jörgensens.
Af því nú horfir svo við, að verðlagsaðferðin er dag-
skrármál í sumum íslenzku kaupfjelögunum, ogallirkunn-
ugir og velviljaðir samvinnumenn okkar munu hika sjer
við að telja skoðanir Sev. Jörgensens hjegómamál í almenn-
um samvinnumálum, og af því það er áhugamál Tíma-
ritsins, að samræmislegt vöruverðlag komizt sem fyrst
á í öllum kaupfjelögum okkar, að mestu leyti eptir hin-
um margprófaða útlenda mælikvarða, þá flytur Tímarit-
ið (hjer á eptir) meiri hlutann af nefndri grein Sev. Jör-
gensens í lauslegri þýðingu.
* *
*
Vöruúthliitun innkaupa-samvinnufjeiaganna eptir dagverði.
Frá ýmsum hliðum hafa komið fram sterkar ásakanir
gagnvart þeim samvinnufjelögum, sem annast um sam-
eiginleg vöruinnkaup, af því þessi fjelög, — án þess að
gera undantekningu á yfirstandandi dýrtíðartímabili —,
halda fast við þá grundvallarreglu sína: að úthluta vörum
sínum, með almennu dagverði, og það einnig þegar svo