Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 35

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 35
29 stendur á, að vörurnar eru keyptar því innkaupsverði, sem gæti leyft töluvert lægra úthlutunarverð, en almenna dagverðið setur. Peir, sem eru óánægðir með þetta fyrirkomulag fjelag- anna, byggja óánægju sína á því, að tilgangur fjelaganna hljóti að vera sá: að verja neytendurna gegn þeirri á- gengni einstakra verzlunarmanna, sem sjáanlega hagnýta sjer hið óvanalega viðskiptaástand til þess að ná í blygð- unarlausan ávinning á kostnað annara stjetta. Auðvitað skilja aliir það vel, að það kemur í éinn stað niður fyrir meðlimi þessara samvinnufjelaga, hvernig út- hlutunarverðið er sett, því það sem þeir borga meira fyr- ir vörurnar en innkaupsverði og kostnaðarviðbót nemur, fá þeir seinna borgað til baka, og mikill fjöldi meðlim- anna metur það mikils, að geta, á þennan hátt sparað fjárhæðir þær, sem þeir láta af hendi í vöruverðinu, um- fram það allra nauðsynlegasta, til þess að geta, síðar meir, fengið út borgaðar í einu þessar saman dregnu smáfjárhæðir, sem annars hefðu, ef til vill, ekki verið sparaðar. Pað er þess vegna ekki af umhyggjusemi fyrir velferð meðlima samvinnufjelaganna, að komið er fram með kröf- ur um allra lægsta úthlutunarverð, sem lagi sig eptir inn- kaupsverðinu, en ekki dagverðinu eða verðlaginu á heims- markaðinum, heldur er krafan sprottin af þeim skilningi, að þjóðhagslegur tilgangur samvinnufjelaganna sje sá, að vera verðstillir (Prisregulator) í verzlunarmálum. Vegna þessa álíta menn að viðleitni fjelaganna eigi að hníga að því, aðallega, að setja vöruverðið svo lágt, sem allra frekast er unnt, neytendunum til hagsmuna, því þá leiði þar af, að sjálfsögðu, að hinir einstöku verzlunarmenn neyðist til að fylgja verðlagi innkaupafjelaganna, svo sem þeim er frekast unnt, til þess að koma i veg fyrir það að almenningur streymi til samvinnufjelaganna og verzlunarmennirnir sjálfir standi einir utan við leiksviðið. Þó að margir hafi þá skóðun, að samkvæmt þessari

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.