Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 36

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 36
30 aðferð eigi samvinnufjelögin að leitast við að gegna hinni þjóðfjelagslegu köllun sinni, þá er slíkt vel skiljan- legt, þegar maður gætir þess, að langflestir þeirra, sem utan við standa, hafa alls eigi rjettan skilning á hinni miklu köllun og ætlunarverki samvinnuhreifingarinnar. Pví miður vantar eiimig þennan rjetta skilning hjá mörg- um velviljuðum samvinnufjelagsmanni. Sú krafa: að samvinnufjelögin eigi ekki að eins að taka tillit til fjelagsmanna sjálfra, heldur einnig til alls þjóðfjelagsins, er fyllilega rjettmæt í sjálfu sjer. En þá verður að framkvæma þetta almenna tillit með rjettum skilningi. Og starfshættir fjelaganna þurfa að vera þann- ig lagaðir, að þeir veiti fjelagsheildinni, það er að segja öllum meginþorra þjóðarinnar, svo mikið varanlejct gagn, sem menn geta bezt hugsað sjer. En þegar komið er fram með fyrnefnda kröfu með tilliti til starfshátta innkaupa-samvinnufjelaganna, þá er sú krafa bygð á fullkomnum misskilningi á takmarki og ætlunarverki samvinnufjelaganna. Pað er hvorki ætlunar- verk þeirra að vera verðstillir fyrir einstaka verzlunar- menn —, þó það verði tíðast til þess að halda þeim talsvert í skefjum —, nje heldur hitt að »setja nýja bót á gamalt fat«. Nei, samvinnuhreifingin hefir miklu stærri tilgang og víðtækri, sem sje ekkert minna en það, að utn mynda skipulagsgreinar þjóðfjelagsins sem nú eigi lengur samsvara þroska þjóðarinnar i menningarlegu íilliti. Manninum eru fengin ný föt, eftir því sem hann vex upp úr gömlu fötunum. Það er eflaust nauðsynlegt á fyrsta þroskastigi barnsins að útvega því barnfóstru, og að í öllum greinum sje annast vel um það, þangað til það er orðið svo vaxið, að það getur sjeð um sig sjálft. En fyrir framhaldsþroska ungu kynslóðarinnar er það ef- laust bezt, að styrktarstoðirnar sjeu smámsaman teknar undan, þegar þeirra er ekki lengur þörf. Mælikvarðinn fyrir vexti og þroska einstaklingsins, bæði í veraldlegum og andlegum efnum, er sá: að hve miklu

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.