Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 40

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 40
34 menn, móti vilja þeirra, til að ganga í fjelögin eiga menn ekki að gera og geta heldur ekki gert. * * * i Það eru sjerstaklega þau samvinnufjelög, sem annast um innkaup fóðurtegunda, sem hafa verið sökuð um það að hafa of hátt úthlutunarverðiag, því menn ætla að sökum þess hafi hinar sjerstöku fóðurkaupaverzlanir haft betri aðstöðu til þess að auðgast ósvífnislega á kostnað viðskiptamanna sinna. Hið sanna í þessu efni er víst þvert á móti það, að ef samvinnufóðurkaupafjelög- in hefðu ekki verið til, og sjerstöku t'óðurbirgðaverzlan- irnar þess vegna verið einar um hituna, með ákvæði verðlagsins, þá mundu neytendurnir hafa orðið að borga eptir miklum mun hærra verðlagi. Árangurinn af starfsemi samvinnufóðurkaupafjelags Jótlands árið 1914 — 1915 er nú þegar auglýstur og op- inber, og söinuleiðis á hinn bóginn hvað fóðurkaupa- hlutafjelagið danska snertir fyrir sama tíma (sem er eign einstakra manna). Samvinnufjelagið hefir haft í árságóða 4'/6 mil. kr., sem meðlimir fjelagsins hafa full umráð yf- ir, en ágóði hlutafjelagsins var 8 mil. kr., sem auðvitað lentu í vasa hluthafanna. Hafi nú verðið verið eins hjá báðum fjelögunum, sýna endalokin að þeir, sem keyptu hjá hlutafjelaginu, hefðu getað sparað nokkrar mil. kr., ef þeir í stað þess að verzla þar hefðu haft þessi við- skipti sín í samvinnufjelaginu sem meðlimir þess. Petta er að vísu leiðinlegt tap fyrir viðskiptavini hlutafjelags- ins, en það er sannarlega rangt að ásaka józka samvinnu- fóðurkaupafjelagið í þessu sambandi, því aðgangurinn til að verða meðlimur þess fjelags stóð öllum opinn, og þá um leið var fengið tækifæri til þess að verða allra þeirra hagsinuna aðnjótandi, sem fjelagið veitir, og maóur verð- ur að ganga út frá því að ölium þeim, sem vörur þurfa að kaupa, sje það fyrir löngu ljóst orðið: að það er hægt að ná sparnaði með því að sameina sem mest

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.