Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 43

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 43
Samtíningur. I. Verkamannafjelög Og Kaupfjelag verkamanna Mureyrar. Á síðast liðnum mannsaldri, eða svo sem frá því 1880, hafa ákaflega miklar breytingar orðið í þjóðlífi okkar, meiri en nokkurn tíma áður á jafnstuttu tfmabili. Þetta nær til flestra greina lífsstarfseminnar: stjórnarfars, at- vinnureksturs, almennrar þekkingar, daglegra lifnaðar- hátta, margskonar almennra framkvæmda, fjelagslegrar samvinnu, stjettaskiptingar, m. fl. og fl. Og margt af þessu fer sjáanlega í vöxt með ári hverju. íslendingar hafa, frá því landið byggðist, aðallega ver- ið bændaþjóð — eins og Norðmenn forfeður þeirra —. En á nefndu árabili hefir ýmsum öðrum stjettum fjölg- að hjer stórkostlega, þó bændastjettin sje enn fjölmenn- ust. Pað eru kauptúnin, sem í seinni tíð hafa dregið til sín fjölda manna og þar hafa því komið upp nýjar stjett- ir manna: iðnaðarmenn, hásetar, verkamenn o. fl. Kaup- túnin hafa tekið við flestu af því fólki, sem ekki þóttist hafa olbogarúm í sveitunum, eða sem útþrá og ævin- týralöngun knúði til breytinga. Par hafa kauptúnin verið hælið og ævintýralandið, og þau hafa þvf um leið, að miklu leyti, stöðvað strauminn til Americu. Pó manni hljóti að vísu að vera hugarhaldið um það,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.