Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 45

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 45
39 árin, liðið þolanlega, almennt tekið- Fjöldinn allur af eldri verkamönnum hefir koinið úr sveitunum, með ekki mjög veiklaðan þrótt, og optast með dálítil efni. Þeir hafa því haft af talsverðum forða að taka í nýju stöðunni. Næsta kynslóðin, sem nú er óðum að koma fram á starfasvið- ið, hefir af minni forða að taka, og á einnig í flestu verri aðstöðu. Daglega lífið er því fyrir mörgum alls eigi gott, og framtíðarhorfurnar fremur skuggalegar, ef allt er látið ráðast eins og verkast vill. Þó því sje enn eigi komið svo fyrir verkamannastjett okkar eins og algengt er í stórbæjum erlendis, þar sem margir verkamenn eru tímum saman atvinnulausir og eiga að búa við sárasta volæði, andlega og efnalega, þá er vissara að taka ráð sín í tíma í þessu efni, ef við eigi viljum að hjer hrúgist bráðlega saman stórborgasori, þó í smærri stýl verði en erlendis gerist. þetta finna og verkamenn sjálfir, sem betur fer. Peir sjá hættuna og leita að ráðum til þess að komast hjá henni. Og ráðin eru hin sömu sem ætíð hafa bezt gefizt þeim máttarminni: samhjálpln og: samstarfið. Samhjálpin er ómissandi í daglega lífinu, en nær allt of skammt á veg, ef hún kemur ekki aðallega fram í samstarfi. Pað sýna allar stórgjafir auðmannanna, sem hafa fremur lítil áhrif á almenna neyð fjöldans nú á dög- um. Allt öðru máli gegnir með ýmsar tilraunir verka- • manna erlendis á sumum stöðum, í seinni tíð, þar sem þeir snúa sjer að samstarfi, innan flokksins, undir stjórn valinna trúnaðarmanna, úr þeirra eigin verkahring. Að erlendum dæmum eru nú, hjer á landi, óðum að mynd- ast og festast í sessi verkamannafjelög í kauptúnunum, sem leita sambands sín á meðal. þessi fjelög hafa nú sitt sjerstaka blað og margt annað hafa þau með hönd- um, sem á að efla þekkingu og hagsæld fjelagsmanna. þetta samstarf er að vísu nauðsynlegt, en það er samt ekki nema undirbúningur til annara verulegra framkvæmda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.