Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 52
46
slátrunar, mun samt sauðfje, á fjelagssvæðinu, eigi hafa
fækkað til verulegra muna.
5. /.
III. JMýtt kaupfjelagasamband.
Því hefir stöðugt verið haldið fram í þessu tímariti,
að til þess að festa fengizt í samvinnufjelagsskap okkar,
og sá árangur kæmi. í Ijós, af samstarfinu, sem sam-
svaraði því er kemur fram í samskonar fjelögum í öðr-
um löndum, þá yrðu fjelög okkar að mynda sambönd
sin á milli, með góðu skipulagi og stjórn.
Þetta sjáum við, meðal annars, á kaupfjelögum okkar.
F*au hafa að vísu, að mestu leyti, komizt fram hjá smá-
sölunum, en eru enn háð heildsölunum, meðan þau
taka ekki í sínar hendur þeirra hlutverk. Og til þess er
engin sjáanleg leið önnur en sú: að mynda öflug sam-
bandsfjelög.
Sama máli gegndi og í fyrstu um framleiðslufjelög
okkar, og er að miklu leyti svo, enn sem komið er.
Nú er sá timi kominn, sem frekar en nokkru sinni fyr
heimtar að samvinnufjelögin segi algerlega skilið við ein-
angrunaraðferðina, eigi að eins vegna þess, að auðveld-
ara er nú en áður að ná sameiningarstiginu, af því fje-
lögin hafa nú meiri krapta og fastara skipulag en í fyrstu,
heldur stafar þetta einnig af fleiri ástæðum.
Andstæðingum samvinnustefnunnar er nú loks orðið
það ljóst, að hreifingin er alvarleg, óg hefir hingað til
stöðugt unnið frá þeim land og þegna. Eðlilega leitast
þeir því við, með meira kappi en nokkru sinni fyr: að
stöðva hreifinguna og smá kippa undan henni stoðun-
um, unz hún verði éyðilögð með öllu. Petta verður því
auðveldara, sem minna er um sambönd okkar smáu lýð-