Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 53

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 53
47 stjórnarríkja. En gerum við föst og örugg sambönd, get- um við hrundið harðstjórunum af höndum okkar, á lík- an háft og Orikkir gerðu forðum í Laugaskarði og á Maraþonsvöllum. Nú ganga tilraunir kaupmanna, víðs vegar, út á það, að koma okkur aptur undir handleiðslu smásalans. í því skyni bjóða þeir eínstaklingunum, sem þeim þykir nokk- ur slægur í, »eins góð kjör og í fjelaginu«, til bráða- birgða, auðvitað. í öðru lagi fjölgar umboðssölum, nær því með hverju tungli, og þó þeir telji sig heild- sala, selja þeir í svo smáum skömtum, að smásölu líkist. Margt mætti fleira telja í sömu áttina. Tíminn, sem yfir stendur, heimtar því sambönd sam- vinnufjelaganna, fyrst og fremst til varnar, en jafnframt til öruggrar framsóknar. Einangrunin eyðileggur árangur- inn af viðleitni okkar, ef henni verður lengi haldið á- fram hjer á eptir. í öllum lögum þeirra kaupfjelaga, sem Tímaritinu hafa borizt (og það hefir fengið þau flestöl!) er eitt tilgangs- atriðið það: að komast í samband við samskonar fjelög hjer á landi. Nú ætti að vera kominn tími til þess, að láta þetta ekki vera dauðan bókstaf heldur lifandi, eins og hann hefir eðli tii. í öllum löndum samvinnumanna hefir það að vísu gengið svo, að fjelögin hafa ekki myndað stór sambönd fyr en eptir nokkurt árabil, sem gekk til þess, að festa hvert einstakt fjelag í sessi og efla sjálfstæði þess, en samskonar reynsluskeið hjá okkur er nú orðið svo langt, að sam- bandsstigið ættum við að taka eindregið og skörulega á næstu árum. Sambandsbyrjun er gerð hjá okkur í ýmsum greinum, og hefir að miklum notum komið, þó hægt hafi gengið. Er hjer eigi rúm til að rökstyðja þetta með öðru en því, að vísa til athugunar kunnugra manna. Fyrstu sambandstilraunina gerðu nokkur kaupfjelög á Norðurlandi. Utan við þetta samband eru enn tvö kaup-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.