Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 54

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 54
48 fjelög í Húnavatnssýslu, en öll hin með. Þó þarna hafi hægt unnizt að markinu, munu flestir telja, að betur hafi verið af stað farið en heima setið. Næst þessu mynduðust tvenn sambönd á Suðurlandi í öðrum samvinnugreinum: Sláturfjelag Suðurlands og Rjómabúasambandið. Engu síður þar má finna votta þess, að samböndin hafa veitt festu og hagnað. Milli Sláturfjelags Suðurlands og norðlenzka sambands- ins er nú byrjuð samvinna í tilefni af sameiginlegum erindisreka. Retta er stærsta sambandsstigið, sem við höf- um tekið, enn sem komið er. Lítil reynsla er enn komin á þessa samvinnu, en fátt liggur Ijósara fyrir en það, hversu slík samvinna er nauðsynleg fyrir góðan fram- gang kjötsölu okkar á erlendum markaði. Rar má því eigi láta neina smásmygli, óhollan metnað eða sjergæð- ingshátt komast að, til að spilla málefninu. Það eru því eiginlega kaupfjelögin á Suður- og Vest- urlandi, sem lengst hafa dregið það, að gera nokkra sambandstilraun. En nú er þar vaknaður áhugi fyrir mál- efninu, og einmitt í þá átt, sem þeir hafa verið hvattir til: að reyna fyrst að koma á bandalagi sín á meðal og ef það lánast að saineina þá sambandsfjelögin i eitt landsfjelag'. Rá er vegurinn ruddur og aðstaða fengin til ýmislegra framkvæmda, sem nú bíða tækifæris. Þá getur heildsala sú komizt á fót í Reykjavík, sem ritað er um í fyrstu grein þessa heptis. Petta vakir líka, sjáanlega, fyrir kaupfjelögunum syðra og sjest það vel í frjettum þeim af sanibandsundirbúningi, sem nokkur kaupfjelög þar hafa nýlega gert. Þessar frjettir flytur Tímaritið hjer á eptir samkvæmt fenginni heimild. (S. /.)

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.