Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 55
49
IV. Fundargerð.
Hinn 27. Nóv. 1915 komum vjer undirritaðir saman í
Reykjavík tii að ræða um samvinnufjelagsskap.
Höfðu forstöðumenn Kaupfjelags Borgfirðinga og
Kaupfjelags Hvammsfjarðar sent helztu samvinnufjelög-
um sunnan- og vestanlands fundarböð, dags. 23. Ágúst,
síðast liðið, og mælst til þess að fjelagsstjórar sæktu fund
að Borgarnesi 14. þ. m. Á þann fund gátu engir komið,
vegna ýmsra forfalla, nema fundarboðendurnir. En af
því tilviljunin, að nokkru leyti, leiddi oss hjer fjóra sam-
an, kom oss saman um, að gera úr því lítilsháttar um-
ræðufund og bollalegginga, og um leið að skýra viðkom-
andi fjelögum, og má ske öðrum, frá því helzta sem bar
á góma í fundargerðarformi.
1. Var minnst á sambandsfjelagsstofnun. Kom oss öllum
saman um, að nauðsynlegt væri að vinna bráðan bug
að stofnun slíks fjelags, bæði mundi það styrkja fje-
lögin i samkeppni við kaupmenn og auk þess á marg-
an hátt geta unnið þeim beint gagn. Var það sameig-
inlegt álit að stofnunin þyrfti að fara fram, þegar á
næsta ári, og kom oss saman um, að ákveða stund
og stað til slíks stofnfundar, pr. telefón, ef aðalfund-
ir tækju vel í málið.
2. Af því vjer teljum heppilegra, í flestum tilfellum, að
hafa meira en minna á boðstólum, þegar um sölu á
íslenzkum afurðum er að ræða, þá kom oss ásamt
um, að sameina ullarsölu fjelaga vorra á næsta ári, að
svo miklu leyti sem unnt er.
3. Kom oss saman um, að gera sameiginleg innkaup á
rúgmjöli og grjónum á næsta ári, ef tiltækilegt virðist,
og yfirleitt gera eigi pantanir á þessum vörum á árinu,
án þess að láta hvern annan vita.
4. Rituðum vjer svohljóðandi brjef til borgarstjórans í
Reykjavík: —
4