Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 58
52
2. Nœsta hepti Tímaritsins kemur út svo fljótt sem
unnt er eptir aðalfund Sambandsins. Auk skýrslu um
fundinn verður gerð grein fyrir starfsemi erindrekans,
sem eigi er kostur á í þessu hepti. Einnig verður þar
nánar skýrt frá .ýmsum framtíðarmálum, sem fundurinn
kann að taka til umræðu. Ýmislegt verður og að bíða
sama heptis, sem nú er eigi rúm fyrir.
3. Tímaritið beinir þeirri ósk til samvinnufjelaganna
að senda ritinu sem fyrst, til birtingar, hagskýrslu yýir
árið 1915. Misbrestur á þessu hefir verið með meira
móti, árið sem leið, og gat þó alls eigi heitið góðæri í
því efni áður.
Ef samvinnufjelögin ætla nú vissulega að treysta sam-
bönd sín, og færast meira í fang en áður, þá liggurþað
Ijóst fyrir, að því nauðsynlegra er að hagskýrslur hinna
einstöku Sambandsdeilda komi árlega opinberlega fram.
Það sýnist, meira að segja, vera lítið vit í því að leggja
út í stórt og ábyrgðarmikið samstarf, ef einstaklingarnir
virðast helzt vilja hafa hag sinn á huldu eða þá hafa
ekki föng á því að koma þessu Iítilræði í framkvæmd.
5. /.