Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 15

Andvari - 01.04.1960, Síða 15
ANDVARI STEINGRIMUR J. ÞORSTEINSSON 13 Þessum átökum öllum er hér lýst ai' nærfærni og skilningi, og Einar ræður vel við það erfiða form, sem hann velur sér með því að láta konuna sjálfa scgja frá. — Með bókinni Vestan hafs og austan ryður Einar sér til rúrns scm rithöfundur. En í sama mund birtir hann tvær smásögur, ævintýrið Góð hoð (í Eim- reiðinni) og Fyrirgefningu (í Sunnanfara). Þar kernur fram, að hann hefur um aldamót tekið þá meginstefnu, sem hann hélt síðan, þótt enn yrðu áfangar á þeirri leið. Ævintýrið er um skammsýna þrá mannanna eftir valdi, jafnvel stelnulausu valdi, sem þeir taka fram yfir ástríki, kærleika og fórnarlund, hina heilögu þrenningu í boðskap Einars. Ein rnynd lórnfýsinnar er fyrirgefningin, kjarni samnefndrar sögu, og fyrirgefningin var æ síðan ein meginhugsjón Einars og uppistaða í lífsstefnu hans og skáldskap, fyrirgefning, byggð á kærleika, sjálfsafneitun, umburðarlyndi, samúð og skilningi, og fyrirgefningin ber laun sín í sjálfri sér. í þessari sögu kemur líka þegar fram það tvennt, sem Einar hcl ur valdið urn mestum hreytingum hjá þjóðinni með skáldskap sínum: alstaðan til útskúfunarkenningarinnar og aðferðir við barnauppeldi. A fyrstu aratugum aldarinnar hefur Einar átt drjúgan þátt í að slæva helvítisóttann og losa um þrengstu viðjar rétttrúnaðar — og liaft miklu meiri áhrif en nokkrar fortölur uppeldisfræðinga hefðu getað hal’t í þá átt að draga úr harðýðgi í upp- oldi barna, gera það mannúðlegra og mildara. Ég veit þess varla dærni, að áhrifa frá skáldskaparbókmenntum okkar hafi gætt jafngreinilega í sjálfu þjóðlífin u. Allt vann Einar þetta þó með þeirri hógværð og hófsemi, sem hon- 11 m var lagin. Hann bjó yfir mætti mildarinnar. VII Ljóst rná vera af því, sem nú var sagt, að með hinni nýju öld hafði Einar fyllilega fundið sjálfan sig — eða það, sem honum lét bezt. Hinn 27. júní 1903 ritar hann í blað sitt Norðurland fyrstu greinina, sem birzt mun hafa hérlendis um sálarrannsóknir, og segir þar frá ritverki eftir þáverandi formann brezka sálarrannsóknafélagsins, F. W. H. Myer, um ein- staklingseðli mannsins og framhaldslíf, cn það rit hafði mikil áhrif á Einar. Árið 1905 varð hann svo enn fyrir barnsmissi — missti ungan pilt — og um sömu niundir fer hann að ráði að skrifa í blöð urn spíritisma — sem hann gerði æ síðan — og reyndu pólitískir andstæðingar hans að neyta með því höggstaðar á honum. Og óvart hafa þeir vel gert, ef þcir liafa incð þessu átt einhvern hlut ;>ð því, að Einar lét af blaðamennsku árið eftir og helgaði sig upp frá því niestmegnis skáldskaparstörfum, ritstjórn tímarita og svo sálarrannsóknum, þótt nieira muni hafa valdið um það rithöfundarstyrkur, sem hann hlaut um þær
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.