Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 16

Andvari - 01.04.1960, Side 16
14 lilNAR II. KVAKAN ANDVARI mundir frá alþingi. Nú fyrst fer hann að semja langar skáldsögur, auk smá- sagna, og um liríð gaf hann sig einnig nokkuð að leikritagerð. Hver bókin rak nú aðra frá 1908—1923, og enn gaf hann út nokkur skáldrit upp úr 1930. — Alla ævi lékkst Einar því svo til einvörðungu við ritstörf. Kalla má, að með honum hefjist íslenzk rithöfundastétt. En Ijóst er af þessu yfirliti, að Einar er kominn undir fimmtugt, þegar verulcgur skriður kemst á skáldsagnaritun hans, og mesti starfstíminn næstu 15 ár, frarn undir hálfsjötugt. Það má a. m. k. með tvennu skýra það, hve scint á ævi Einars aðal-skáldskaparskeið lians fellur: með ytri ástæðum (hvaríi frá bhaðamennsku og styrkveitingunni), en ekki síður með skáldeðli lians, hve hann var mikill „hugrenningamaður", eins og Sigurður skólameistari Guð- mundsson kallaði það,1G þ. e.: að einn mesti aflvaki skáldskapar hans var hugsunin um farsæld manna þessa heims og annars, um afstöðuna til eilífðar- mála og guðdómsins og önnur hin hinztu rök. Hér var því síður um að ræða duttlunga innblásturs og misvindi stundartilfinninga en sjálfrátt hugsanastarf þroskaaldurs, þótt oft væru þær hugsanir vaktar og oftast vermdar af tilfinninga- lífinu. VIII Sem smásagnahölundur hafði Einar fyrst komið fram, þar hefur hann að llestra manna dómi náð hæst í list sinni, og hann hefur gert með því bezta, sem til er í þeirri grein á íslenzku, svo að hann myndi skipa allmikið rúm í úrvalssafni íslenzkra smásagna. Smásagnasöfn hans eru fjögur talsins (auk endurprentana) og heita Vestan hafs og austan (1901), Smælingjar (1908), Frá ýmsum hliðum (1913) og Sveita- sögur (1923). Eins og Sigurður Nordal hefur hent á,17 eru heitin einkar vel valin — og af þeim einum má verða margs vísari um sögurnar. Vestan hafs eru reyndar fæstar þeirra samdar. En þar náði Einar þó fyrst fullum tökum á sagnalistinni. Og þar hefur lyrst skotið frjóöngum bjartsýnistrúin á gengi mannsins þessa hcims og annars, þótt ekki kæmi fram fyrr en seinna og þá austan hafs, þar sem Einar vann mest skáldskaparstarf sitt. Árið 1907 var hann aftur um skeið í Vesturheimi og sótti á heimleiðinni mjög miðlatundi í Lundúnum.18 Þetta var vígsluförin, áður en hann tók að lielga sig einvörðungu skáldskap og sálarrannsóknum. Sanrúð hans og vorkunnsemi er alltaf vakandi gagnvart umkomuleys- ingjanum, smælingjanum, andlegum, efnalegum, þjóðfélagslegum. Nægir þar að minna á Ólaf í Vonum, Vitlausu-Gunnu í samnefndri sögu og niðursetn-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.