Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 22

Andvari - 01.04.1960, Síða 22
20 EINAll II. KVARAN ANDVARl XI En að liverju beindist lífsstefna Einars endanlega, í liverju er hoðskapur hans aðallega fólginn? í altæku kærleikseðli guðs og fórnarskyldu mannsins, og hvorttveggja hirtist m. a. í fyrirgefningunni. En að þessari niðurstöðu var mikill aðdragandi, leit og harátta. Snemma í sögum Einars kemur fram sá lamandi ótti og það friðleysi sálarinnar, sem helvítistrúin veldur. En trúin á útskúfunarkenninguna eða höfnun hennar hlaut að hyggjast á skilningnum á eðli guðs. I Litlu-Hvammi brýzt l’ram þessi þráláta spurning mannsins, hvernig guð gcti bæði verið algóður og almáttugur og heimurinn þó svo illur og ranglátur, eða var guð beinlínis vondur, eða var hann ekki til? Síðan má rekja spurninguna um tilvist, mátt og einkum gæzku guðs eins og rauðan þráð í næstu sögum Einars. Og það varð eitt aðalldutverk hans að glíma við þessa ráðgátu — og reyna síðan að eyða efanum hjá öðrum, er hann taldi sig hafa leyst hana. Svör manna við þessu hala orðið með flestum lnigsanlcgum liætti. T. a. m. komst enski heimspekingurinn Stuart Mill að þeirri sérstæðu niðurstöðu, að guð væri að vísu algóður, en ekki almáttugur, hann gerði eins og bezt hann gæti. En Einar vill hvorugum eiginleikanum svipta guðshugmynd sína, en reynir að samræma þá. Skýring hans er nær einhyggjuþrá Einars Benedikts- sonar, er hann segir (í Svarta skóla): Djöfuls afl og engils veldi eru af sömu máttarlind. I lér — hjá Einari Benediktssyni — eiga hið illa og góða sameiginleg upp- tök, eru sprottin af einni rót, en síðan hefur leiðir skilið, stofninn klofnað í tvær gagnstæðar greinar. Einar Hjörleifsson fer samt nokkuð aðra leið og einkum lengra í einhyggju sinni eða einveldiskenningu, eins og hann sjálfur kallaði hana. — En svar við spurningunni frá Litla-Hvammi er að finna í lok Gulls, þar sem hann birtir guðsmynd sína í ævintýri. Það er á þessa leið: Einu sinni sendi Drottinn engil sinn niður á jörðina til þess að kynna sér hagi mannanna. Hvernig lízt þér á? sagði Drottinn, þegar engillinn kom aftur. Ekki vel, sagði engillinn. Lízt þér illa á það, sem ég hefi gert? Spurði Drottinn. Fyrirgefðu mér, mikli faðir, ef ég geri þér rangt til, sagði engillinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.