Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 24

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 24
22 EINAR H. KVARAN ANDVARI endanlega í lífsins ríld. Guð er í syndinni. — Ef þessi bjartsýniskenning er rétt, þá er hún flestum vafalaust gleðiboðun. Annar fagnaðarboðskapur er líka fólginn í ævintýrinu góða, þar sem Drottinn segir við engilinn: „Þú veizt, að ég fyrirgef ævinlega allt.“ Raunar er þetta rökvíslega nátengt hinni kenningunni. Menn geta varla goldið synda sinna, úr því að þær eru leiðarvísan til sáluhjálpar. En ásamt fyrirgefningar- vissunni annars heims kemur fyrirgefningarskyldan þessa heims, sem verður æðsta andans nautn. „Það er guðdómlega yndislegt að hafa eitthvað að fyrir- gefa . . . þeinr, sem maður elskar."25 Nú geta menn spurt — og hafa spurt — sem svo, hvort þessi altæka fyrir- gefningarkenning sé ekki of eftirlætisleg, hvort hún geti jafnvel ekki orðið til að sljóvga siðferðisvitund ábyrgðarlítilla manna, og hvort hinar endanlegu próf- kröfur séu ekki strangari en þetta.20 Ég ætla mér ekki þá dul að þykjast kunna að svara þessu. En hvað sem því líður, þá er a. m. k. eklci væg krafan til manna um fyrirgefningu í annarra garð. Þeir, sem geta þannig upprætt hinn illa hug úr sjálfum sér, hljóta að vaxa af því að göfgast. Og þeim ætti varla að vera hætt á hinzta dómi, ef sá dómur er til eða hans þarf með. XII En fleira í ævintýrinu er lærdómsríkt. „I lvað er þá lakast? spurði Drottinn. Syndin, sagði engillinn." Hér er vægt orð mikillar merkingar. Syndin er lökust — ekki verst, hvað þá voðalegust eða geigvænlegust. Einar bruðlaði elcki með gífuryrði, notar þvert á móti mikið úrdráttarsemi og varnagla, sem í senn deyfa og styrkja stíl hans. Af þessum sökum verður stíllinn sjaldan kjarnyrtur eða litríkur, en lipur og ljúfur — og ávallt vandaður, fágaður, áferðarfallegur, menningarlegur. Og hið hófsamlega orðaval og varlega orðalag skapar stílnum innri þrótt með því að auka inntak orðanna, á sinn hátt eins og hófleysi stóryrðahákanna gerir orðin gildisminni. En þar sem menn kunna að sakna í verkum Einars ólgandi frum- krafts og ástríðufuna, þá finna þeir ekki sízt taminn vilja, sjálfráða hugsun, agaða vitsmuni, rökvísa skynsemi — en einnig þá nærnu tilfinningu og hjarta- hlýju, þann samúðarskilning og þá ástúð til mannanna, sem vermir frásögnina og bregður yfir hana birtu — og svo þá rnildu hugsjón, sem lýkur upp hlið- unum að kærleiksríki eilífðarinnar. Og jafnt í orðum sem hugsun fer Einar um efni sitt af þeirri bógværð og gát, virðingu og nærfærni, sem hæfir — skáldi sálarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.