Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 26

Andvari - 01.04.1960, Page 26
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON: ÞRJÚ KVÆÐI AÐ LAUFFERJUM Frá brostnum turni og brunarúst þér búið yður að fara yfir blakka elfi með blóð í streng, sem beljar djúp milli skara. Hún þeytir löðri á þögla jörð, og þungleg brýzt hún og niðar. En stjarna glóir, og gamalt tungl slœr geislum á ferjur yðar. Á ferjur yðar? Á fáein lauf, sem feyktust hingað í vindum, af fölri lilju, af feigri rós hjá fornum brunnum og lindum. Hvað stoða minjar um morgunilm á meðal linda og brunna? Hin blakka elfur með blóð í streng þeim blöðum sökkvir til grunna! Hún brýzt og kafar við klofinn turn með kalda hylji og bitra. En litlar ferjur af lilju og rós í Ijóma kvöldhimins titra:

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.