Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 32

Andvari - 01.04.1960, Side 32
BO GRÓÐUll Al! AKHI NJÁLS BÓNDA Á BERGÞÓRSHVOLI ANDVARI Má þá einnig styðjast við örnefni, ef til eru, og munnmælasögur, og jafnvel kann sá þáttur jarðfræði, sem fjallar um greiningu öskulaga, að geta orðið að liði við skýringu viðfangsefnisins. Við forn- leifarannsóknir getur ýmislegt fundizt, er bent getur til ræktunar ákveðinna jurta, cn þekkingin á gerð og háttum jurt- anna cr jafnframt þýðingarmikil. Þekk- ing á útbreiðslu jurta gæti gefið nokk- urn stuÖning, væri til dæmis einhver jurt einkennandi fyrir land Bergþórs- hvols og nágrenni hans. Og greiningar á frjókornum jurta úr jarðlögum, sem ætla má að séu frá 10. öld, gætu gefiÖ mikilvægar upplýsingar um gróður á ökrum Njáls bónda. Nú vill svo til, að nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum sögustað Njálu og það með tals- vcrðum árangri. Skal hér skýrt frá tveimur þátturn þeirra. Fjallar annar um fund kolaÖra jurtaleifa úr bæjarrústunum, en hinn um verksummerki nokkur í landi Bergþórshvols. Verður nú vikið að hinni fyrri rannsókn. Ýtarlegar fornleifarannsóknir hafa verið gerðar á bæjarhólnum á Bergþórshvoli, þar sem ætla má, að hinn forni bær hafi staðið. Á árunum 1883 og 1885 gerði Sigurður Vigfússon þar nokkrar athug- anir og taldi sig hafa fundiÖ þar ösku, sem gæti verið úr leifum hins brennda hæjar. Árið 1927 fékkst Matthías Þórðar- son, þáverandi þjóðminjavörður, við upp- gröft í bæjarhólnum og fann þá bruna- leifar svo djúpt niöri, að þær máttu kall- ast á óhreyfðri jörð. Voru brunarústir þessar nokkuð vestan við núverandi íbúðarhús og voru af húsi, sem snúið hefur frá norðri til suðurs og verið að baki aðalbyggingunni. Þeir Kristján Eld- járn þjóðminjavörður og Gísli Gestsson gerðu þvínæst athuganir á bæjarstæðinu á árunum 1951 og 1952 og fundu þá rústir af 30 kúa fjósi og öðru minna húsi, líklega hlöðu, sem þeir töldu hafa brunnið á fyrstu öldum byggðarinnar þar. Brunarústir þær, sem Matthías Þórðarson fann, cru taldar vera af útibúri, korn- skemmu eða jafnvel sofnhúsi, cn í sofn- húsum þurrkuðu menn korn og melfræ á strámottum yfir eldi, til þcss að ná úr því mesta rakanum, þar scm ekki viröist hafa verið síður örðugt í þá daga en nú að fá velþroskaÖ korn hér á landi. En vel þroskað, eða í það minnsta þurrt, þarf korn að vera, til þess að unnt sé að geyma það og auÖvelt sé að skilja kjarn- ann frá hisminu. fkveikjuhætta hefur veriÖ mikil í sofnhúsum, þar sem opinn eldur lék undir strámottum, og þarf því ekki að leita til neinnar íkveikju brennu- manna til þess að skýra sofnhúsbruna. Það hefur þó veriÖ talið eðlilegt að álíta, að allar þrjár áðurnefndar brunarústir frá clztu lögum byggðarinnar séu af hús- um, sem öll hafi brunniÖ í einu. Einkum er það sennilegt, þar sem áreiÖanlegar heimildir geta þess, að stórbruni hafi orðið á Bergþórshvoli á þeim tíma. En getgáturnar um það, að rústir hins litla húss, sem Matthías Þórðarson fann, hafi verið af kornskemmu eða sofnhúsi, byggj- ast á því, meðal annars, að í þeim fund- ust leifar af korni, sem aðallega reyndist vera bygg. Þessar jurtaleifar hafa verið varðveittar á Þjóðminjasafninu og hafa nú verið greindar allnákvæmlega með til- liti til þess, hvaða jurtir þar hafi brunnið. Skal ég nú í höfuðdráttum skýra frá þeirri greiningu. Jurtaleifar þær, sem hér um ræðir, voru kolaÖar og höfðu bersýnilega brunnið við hægan eld. Flafa því einstakir jurta- hlutar haldið sinni lögun furðu vel og má af þeim greina með nokkru öryggi, af hvaða jurtum þeir eru. Eins og sýnis- hornið leit út við þessa rannsókn, var þaÖ all-sundurlaust og molnað, en mun hafa verið heillegra við uppgröftinn, enda

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.