Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 41

Andvari - 01.04.1960, Page 41
andvabi HRAKNINGAR RERTELS 39 lagðist til svefns. En litlu eftir miðnætti vaknaði hún við það, að norðaustan- vindurinn hvein í pílviðarrunnanum. Hún spennti greipar, las faðirvor í hljóði og sofnaði aftur, því að henni var létt um svefn. Meðan rökkrið færðist yfir, rak hafnsögubát í logninu og þokunni langt út á haf. Gildvaxni, herðabreiði maðurinn í stýrisklefanum var einn um borð. Hann sat grafkyrr og tottaði pípuna sína hálfmókandi, en báturinn tók dýfur í undiröldunni og rifuð seglin slógust við rár og siglur. Honum veittist örðugt að halda opnurn augunum, enda þótt hann væri nýbúinn að velgja á katlinum og skolpa í sig sjóðheitu kaffi. En hann hafði ekki heldur sofið væran dúr síðan í fyrrinótt, áður en hann lagði af stað í birtingu úr víkinni, þar sem hann hafið beðið eftir því, að storminn lægði. Um morguninn hafði verið óskabyr — hann hefði getað verið kominn heim eftir örskannnan tíma, — en þá hafði farið að rigna, og um nónbilið var komið blæjalogn. Svo kom þokan allt í einu, og það var eins og hún hefði stigið upp af sjónum. Og hann hafði orðið að halda kynu fyrir í þokuþykkninu, en horn- grýtis austanstraumurinn hrakti hann óðfluga afleiðis. Hann geispaði og ók sér svo að skrjáfaði í skinnklæðunum. — Dálaglegt að tarna! Engin furða þótt hann væri orðinn syfjaður! Þungur hafði róðurinn verið, áður en hafnsögumennimir tveir náðu í skip, sem þurfti að fylgja til hafnar, og ekki hafði batnað síðan. Og nú var komið á annan sólarhring síðan bann hafði fest blund. Honum var líka kalt í þessum hráslaga. Hann stakk pípunni í vasann og fékk sér tóbakstölu til tilbreytingar. Það yljaði honum betur í munninum. Skyldi enginn dráttarbátur vera bér á sveimi? Hann áleit, að hann væri á þeim slóðum, þar sem dráttarbátarnir vom vanir að vera á ferli, þegar logn var og þoka og búast mátti við að taka þyrfti skip í tog. Og greiðvikinn skipstjóri hefði góðfúslega fleygt til hans enda og dregið hann spottakorn inn fjörðinn • • . Onei, hann var víst ekki á venjulegri skipaleið. Hann var of vestarlega. Það var tvísigld bytta á reki nokkmm kaðalslengdum fyrir aftan hann. Hann bafði farið rétt framhjá henni fyrir skömmu síðan, en það var nú heldur lítið bð í því. Hann spýtti. Tóbakið var rammt á bragðið. I lann hafði borðað lítið með kaffinu, og það var nú raunar heimskulegt. Jæja, það var ekkert gaman að borða, þegar maður var í vondu skapi . . . Ef hann hefði verið heima, hefði bbu'grét borið honum steikt flesk og kartöflur. Það þótti honum góður matur. blg Margrét vissi áreiðanlega, hvað honum kom. já, Margrét var góð kona . . .

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.