Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 43

Andvari - 01.04.1960, Side 43
ANDVARI HRAKNINGAR BERTELS 41 Þau létu móðan mása, og Margrét vissi um hvað þau voru að tala. Hún trevsti sér ekl<i til að hlusta á það, svo að hún sneri sér hvatlega við og geldc inn. Hún var eirðarlaus og hrædd og fór að þvo upp, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Starfið slævði sársaukann, en hún heyrði glamrið í bollunum og diskunum líkt og úr fjarska, og hún titraði og dró andann ótt og títt. Feitlagið andlitið var fölt og rauðir dílar í kinnunum. Augun voru þurr, en hana sveið í þau. Bolli rann úr höndunum á henni og skall á gólfið. Hún hrökk við. Æ, það var bollinn með gylhu rósunum, sem hún liafði gefið Bertel! . . . Hún þrýsti höndunum að hrjósti sér og saup hveljur. Hún hafði sáran sting fyrir hjartanu, og liana svimaði. „Æ, að ég skyldi nú einmitt hrjóta hann“, kjökraði hún, reikaði inn í stofuna, lét fallast á stól við horðið, hallaði sér frarn og lagði cnnið á handlegginn. Flugur, sem setið höfðu á sykurskál, sem stóð á borðinu, styggðust og flugu suðandi upp. Þær sveimuðu stundarkorn kringuin hengilampann, en settust síðan aftur á skálina og hámuðu í sig sykurinn í friði, því að Margrét hærði ekki a sér. Hún var lömuð af harmi, stundi ekki, grét eldci. . . . O, að hún og Bertel hefðu aldrei gifzt, — ó, að hann liefði ráðið sig á skip! Þá væri hann cnn á lífi • . . Flún átti sökina, — guð miskunni lienni, — hún hafði tælt hann til að hætta að vera í siglingum. . . . Ó, að þau hefðu aldrei gifzt . . . o Ö 7 I o Flugurnar voru orðnar mettar af sykrinum. Þær fóru að rápa um borðið, skriðu upp handlegginn á henni og upp í hárið á henni. Hún lyfti höfðinu, sópaði frá sér flugunum, strauk sér um ennið og leit ut urn gluggann. Breiðir og kuldalegir skuggarnir teygðu sig yfir græna mýrar- fhákana og gula slegna blettina og náðu alla leið út'að klöppunum, en þar brá sólin björtum Ijóma á krónur lauftrjánna, nakta ldettana og fagurgrænt lyngið 1 krekkunum. Hún stóð skyndilega á fætur: Var þetta ekki Hinrik? — Jú, svo sannarlega Var það hann, sem gekk þama í mestu makindum yfir rúgakurinn hennar, skrcfaði yfir skurðinn og yfir á engið og kippti í víðiteinungana, sem tengdafaðir kennar, karlskröggurinn, hafði lofað að vaxa þama, og þau höfðu ekki enn þá komið í verk að höggva. Hann var þegar kominn á stúfana með ráðabruggið S'tt, mat hvern skika og braut heilann um það, hversu mikið hann ætti að kjoða . . . Og ef til vill var Bertel alls ekki dáinn! Reiðin sauð í henni, hún skók hnefann á eftir honurn. Hann skyldi ekki Vera °f veiðihráður, þorparinn sá arna. Hann skyldi fá að híða ofurlítið enn moð tilhoðið og kaupmálann! Þóra skyldi ekki stinga upp kartöflugarðinn

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.