Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 55

Andvari - 01.04.1960, Síða 55
ANDVAKI MAÐURINN í SÖGUTÚLKUN MACCHIAVELLIS 53 færum, sem hún býður, og neytir þeirra í fífldjarfri, tilhliðrunarlausri framkvæmd. Vilji ofurmennisins er lýstur köldum vitsmunum, eða, eins og íslenzkt skáld orðar það: ofurmennið hatar og ann með heilanum. Með því að leiða skynsemina þannig til öndvegis, losnar ofurmennið undan oki mannlegs cðlis og ræður stefnu sinni, en hinir, sem liggja í viðjum hins breyska blóðs, verða einbert efni. Ofur- niennið getur orðið sterkara cn and- streymi aðstæðnanna. Grálynd slcapa- nornin missir þá vald sitt yfir honum — að minnsta kosti um skcið. Hér smýgur nú samt ofurlítill angi af háspeki inn í hinar raunsæju lýsingar Macehiavellis. Við nánari athugun finn- um vér, að hann þekkir tvö öfl, hafin yfir mannlegan ófullkomleika: Afreks- vilja og skapanorn. Þau eru aflgjafinn í atburðarás sögunnar. Fyrir gagnkvæm áhrif þeirra cr öll söguleg verðandi til orðin. Afreksviljinn (virtu) er ekki „dygð“ í vorum skilningi. Miklu fremur ber að skoða hann sem kynngimagnaða orku. Samt á hann uppruna sinn og áhrif að öllu leyti á veraldlegu sviði. Hann er °rka, sem beinist að því að forma mann- legt samfélag með því að nota öll tæki- færi, sem samfélagið býður. Að merkingu hl er hann því alveg gagnstæður dygð í stoiskri eða kristilegri hugsun — snertir siðfræði alls ekki. Afreksvilji þýðir ekki annað en magn og ótæmi þeirra hæfi- leika mannsins að hlýða kalli tímans og einbeita allri orku sálar og líkama til þess að tryggja sér áhrif og völd og standa þannig gegn sogandi streng hins félags- lega þyngdarlögmáls. Afreksviljinn er gagnstæður blindum berserksgangi; hann er vitræn, markvís, kristaltær orka. Macchiavelli Iicfir lýst honum í mynd þess manns, sem sameinar í brjósti sér hug ljónsins og slægð refsins. Einsamall fær afreksviljinn þó engu til vegar komið, því að skapanornin (fortuna) leikur á móti honum og hann verður sí og æ að þreyta tafl við hana. Hún er annar yfirdrottnari heims. E. t. v. hafði Macchiavelli sjöunda Infcrno-sönginn í huga, þar sem Dante lýsir hcnni sem valdi, er ráði hinum lægri, „afstæðu" mætum veraldar. í skilningi skáldsins er nornin þó afl, sem hjálpar til að þoka veröldinni nær þróunarmarki sínu (gen- eral ministra et duce), cn hjá Macchia- velli cr hún aðeins duttlungafull norn, án tilgangsbundins hlutverks, ekki lif- andi vitræn vera, heldur aðeins blint vald. Skapanornin er ekki einber táknræn mynd fyrir Macchiavehi. Hún er raun- verulegt afl, sem ræður atburðarás sög- unnar og tortímir hverjum þcim, sem dirfist að snúast gegn henni, en hefur hinn til vegs og frama, sem gengur undir aktaumum hennar. „Ognuno cede al suo furore, senza potervi ostare". í skapanorn- inni sameinast öll þau öfl, sem eru virk utan þess sviðs, sem maðurinn hefir glögga sýn yfir, þ. e. öfl, sem hann kann ekki að virkja og einbeita í þágu mark- miðs síns. Hún er það, sem maðurinn fær ekki skynjað, sem birtist honum í of skæru ljósi og slær hann blindu. Hún er hinn óræði þáttur raunveruleikans, cn hann er fjölslunginn og torræður, fullur af andstæðum, markleitnum og markfælnum öflum, engu síður en hið vitræna. Henni mætti líkja við þyngdar- afl, jákvætt og neikvætt i senn. Hinar stæltu stálfjaðrir afreksviljans valda þunga þcss um stund, en þó aðeins jafnlengi og nauðsyn krcfur til þess að svcifla ofur- menninu upp á hátind frægðar og valda eða steypa því í glötun og gleymsku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.