Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 74

Andvari - 01.04.1960, Page 74
72 JÓNAS JÓNSSON ANDVARI hafði á sinni tíð sökum fátæktar Iandsins verið gefin út í smáheftum með skóla- boðsriti Bessastaða. Onnur leið var þá ekki opin um útgáfu þess snilldarverks. Bókin var í heila öld lítt fáanleg nema með afarverði á sjaldgæfum uppboðum eftir milcla bókamenn. Hinsvegar er þessi þýðing eitt af glæsiritum íslenzkrar endur- reisnar og verður gildi hennar fyrir mál og menningu Islendinga aldrei ofmetin. Mér tókst að fá tvo mestu kunnáttumenn þjóðarinnar í fornum suðrænum fræðum, Kristin Armannsson og Jón Gíslason, til að standa fyrir útgáfunni. Leystu þeir þá vinnu prýðilega af hendi á allan hátt. Með þessari útgáfu var eftir því, sem við varð komið, bætt úr eldri vanrækslu í sambandi við Hómersþýðingu Svein- bjarnar, en af fjárhagsástæðum gat menntamálaráð ekki gert þýðinguna að félagsmannabók. Það þurfti rnikinn styrk úr ríkissjóði til að flytja Snorra Sturlu- son heim á flest íslenzk heimili. Nú er fjárhagur menntamálaráðs mjög breyttur til betri vegar svo að útgáfan þarf ekki að hörfa annan hvern dag undan með félagsmannaútgáfu góðra bóka. Eftirmenn mínir í menntamálaráði gerðu í góðri trú tilraun með stórfellda landafræðiútgáfu. Það var lengi vel fé- lagsmannabók, enda til þess ætlað. En hér var enginn Snorri, Sveinbjörn eða Tolstoj á ferð, hcldur eljusamir og dug- andi kennarar, sem rituðu hverja bókina af annarri í landsprófsstíl, fullar af ár- tölum, staðarheitum og þrautleiðinlegum nafnarunum. Slíkar bækur henta ekki við sjálfsmenntun. Mest af þeirri þekk- ingu, sem þar er bókfest, eiga menn ef á liggur að fá í handbókum. Meginið af þessari útgáfu cr algcrlega dauður fjár- sjóður. Þó eru þar örfáar undantekningar, þar sem vel ritfærir mcnn ciga hlut að máli. Þá bregður fyrir glampa sem vel má minnast innan um hraungrýtið. Lang- flestar þvílíkar gróðureyjar eru í Suður- löndum Idelga Briern sendiherra, og mundi sú bókin þó vcra enn betri ef höfundurinn hefði ekki talið sér skylt að fylgja að mestu sama formi og fvrir- rennarar hans. Sumir kaflar í Suður- löndum eru svo hrífandi, að lesandinn hvarflar oft og mörgum sinnum til þeirra til að njóta efnis og meðferðar. Ég hefi lesið ýmislegt vel skrifað um Leonardo da Vinci en ekkert sem mér finnst jafn- vel sagt eins og kaflinn um þann lista- mann í Suðurlöndum Helga. Ef á annað borð var hætt á að gefa út handa föstum kaupendum menntamálaráðs miklar bæk- ur landfræðiverka varð að leita til snjallra höfunda en forðast dautt lærdómsþvarg, sem liggur eins og martröð skóla á æsk- unni. Onnur bók, sem mistókst að veru- legu leyti, var heimsbókmenntasaga Krist- manns. Að vísu eru þar margir ágætir kaflar þar sem skáldið leyfir sér nokk- urt frásagnarfrelsi. Kristmann var manna bezt hæfur til að rita slíka bók. Hún hefði átt að koma út á nokkrum árum og snerta eingöngu þau skáld og rit- höfunda sem tilheyra raunverulegum heimsbókmenntum. Saga þeirra gat verið eftirmínnileg og ógleymanleg eins og Is- lendingasögurnar fornu. En hér var höf- undur bundinn af formi eins og þeim sem rituðu landfræðibækurnar. Krist- mann verður í sögu sinni að telja upp heiti fjölmargra manna, sem hafa að vísu ritað bækur, en eru langt utan við sjóndeildarhring góðra borgara á íslandi. Flestir kaflar Kristmanns um þau skáld, sem hafa verulega þýðingu, eru bæði skemmtilegir og fræðandi en því miður oft helzt til stuttir. Ef Kristmann hefði ritað þessa bók í sínum góða sögustíl um skörunga, hefði sú bók orðið varan- leg eign í bókahillum þúsund heimila.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.