Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 83

Andvari - 01.04.1960, Síða 83
RITSJÁ Jón Krabbe: Fró Hafnarstjórn til lýðveldis. Minningar fró löngum embœttisferli. Al- menna bókafélagið. Reykjavík, 1959. Höfundur segir sjálfur í inngangsorðum að bók sinni, að hcnni sé hvorki ætlað að vera sjálfsævisaga né „tilraun til sagnarit- unar“. Hið fyrra er laukrétt. Þetta er ekki íevisaga Jóns Krabbe. Hún er enn óskráð, þrátt fyrir þessa bók. En livað sem höf- undurinn segir, þá er bókin sögurit, sem eg ætla, að enginn geti fram hjá gengið, þegar kanna skal sögu íslenzkra stjórnmála á fyrra hluta 20. aldar. Hún verður meira að segja talin til heimildarrita um þessa sögu. Bókinni skiptir höfundur í fjóra megin- ^afla, auk inngangs, er fjallar um íslenzku stjórnardeildina í Kaupmannahöfn á þeim árum, sem hann starfaði þar, til 1903: Heimastjórn 1903—1918, Sambandslögin 1918 —1939, SíSari heimsstyrjöldin 1938— 1944 og SkilnaSurinn viS Dani 1940— 1944. Þá koma Sögulok 1945 — 1953 og loks fylgiskjöl og nafnaskrá. Jón Krabbe er, eins og flestum má kunn- ugt vera, dóttursonur Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs. „Það vildi svo til, að ég var fæddur 5. jan. 1874, sama daginn og lyrsta stjórnarskrá íslands var sett, og þeir, sem héldu mér undir skírn og ég var heit- uin cftir, voru Jón Guðmundsson og Jón Sigurðsson, hinn mikli og göfugi þjóðar- foringi íslendinga." Jón Krabbe gerir hér, cins og venja er reyndar til, skilsmun milli ;'fa síns og Jóns Sigurðssonar. Jón Sigurðs- s°n var líka fortakslaust fremsti maður, hvar sem hann kom, jafnvel við þessa skírnarathöfn. En Jón Guðmundsson rit- stjori var heldur ekki neinn óverugepill. Annar hélt í hendi sinni stjórnartaumum flokks síns frá Kaupmannaliöfn, sem þá var enn miðstöð íslenzks stjómmálalífs, þegar sleppti sjálfu Alþingi. En hinn, Jón Guð- mundsson, gegndi lengstum líku hlutverki heima á íslandi, flestum eða öllum mönn- um fremur, og það starf sem hann vann sem ritstjóri, alþingismaður og leiðtogi Þing- vallafundanna, var geysilega mikilvægt, auk þess sem það var oft og tíðum van- þakklátt, argsamt og þreytandi. Jón Krabbe hefði vel mátt orða setninguna, sem hér er eftir honum höfð, dálítið á annan veg, svo að jafnara væri skipt með þeim nöfnum. Þeir voru vissulega báðir þjóðarforingjar, þótt annar væri sjálfsagt yfirforinginn. Frú Kristín, dóttir Jóns Guðmundssonar og móðir Jóns Krabbe, var að allra dómi hin mikilhæfasta kona. Heimili hennar í Kaupmannahöfn var öðrum þræði íslenzkt og við þau áhrif ólust synir hennar upp. Það má mikið vera, ef frú Kristínu Krabbe hefir ekki orðið til þess hugsað oft og tíð- um í sambandi við son sinn, sem fæddur var sama daginn og ísland hlaut fyrstu stjórnarskrá sína og áfanga var náð í nær 30 ára frelsisbaráttu íslendinga, hvert hlut- verk hans kynni að bíða á hinni nýju öld í sögu íslands. Nafngiftin og skírnarat- höfnin benda til þess. Minningin um þessi atvik öll ætla ég líka, að hafi haft gagnger áhrif á allt líf Jóns Krabbe og ævistarf. Þessi minning og svo ætternið tengdu liann órofaböndum við ísland, þótt ævistarfið væri í öðru landi unnið. Það er staðreynd, sagn- fræði. En um aðdragandann, sem hér var tæpt á, getur að vísu enginn með vissu sagt, nema Jón Krabbe sjálfur, og í raun- inni skiptir það minna máli. Mér hefir samt gefizt vel við lestur þessarar bókar að hafa þessi atvik í huga. Hún er sem sagt ekki ævisaga í venjulegum skilningi, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.