Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 85

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 85
andvari RITSJÁ 83 skýrist margt og sést í nýju ljósi. Merkileg er t. d. frásögn hans um það, sem a. m. k. var ekki á margra manna vitorði áður, að konungur Svía, Gústav V. Adolf, hafi með áhrifum sínum átt beinan þátt í því að Kristján konungur X. sendi hið fræga kveðjuskeyti sitt til forsætisráðherra dr. Björns Þórðarsonar á Þingvöllum 17. júní 1944, þótt að vísu hefði fleiri lagzt á þessa sömu sveif. Bókin er af hálfu útgefanda vel úr garði gerð. Þó mætti prófarkalestur betri vera. Pétur Benediktsson, fyrrv. sendiherra, hefir snúið bókinni á íslenzku af mikilli prýði, svo að þess verður naumast vart, að hér sé í raun og veru um þýðingu að ræða. Þorkell Jóhannesson. Sigurður Guðmundsson: Norðlenzki skólinn. Þórarinn Björnsson bjó til prentunar. 533 blaðsiður. Bókaútgófa Menningarsjóðs, 1959. Sigurður Guðmundsson stýrði Gagnfræða- skólanum og síðar Menntaskólanum á Akur- eyri röskan fjórðung aldar. Hann hefur sjálfsagt verið mesti skólamaður á landinu um sína daga. Hann var bráðnæmur mann- þekkjari — þótt hann væri að sönnu ekki oskeikull; honum var léður ærinn hugs- unarþróttur til að gera sér grein fyrir upp- eldislegum vandamálum og sníða sér skyn- samlegar kenningar um skólastjórn; og hann hafði til að bera stórbrotinn persónuleik, sem bar þær löngum auðveldlega fram til sigurs. Þá mun það sízt ofmælt, að Sig- urður skólameistari hafi helgað sig stofnun sinni í fágætlega ríkum mæli; skólinn átti hann allan og óskiptan, vöxtur og viðgangur skólans var honum upphaf og endir allrar hugsunar, hverrar athafnar. Það var því ekki að undra, þótt skólameistara þætti for- vitnilegt að kynna sér sögu „norðlenzka skólans" — hvernig stofnun hans bar að höndum, hverja baráttu hann hafði kostað, hverjir vindar höfðu leikið um hann á hðnum tíma. Þessa sögu tókst hann á hendur að kanna og rita árið 1929, þegar Bró að fimmtugsafmæli Möðruvallaskóla sem skóli hans sjálfs var vaxinn af. Lauk skólameistari handritinu á næstu árum, cn síðan lá það einmana í skúffu á þriðja áratug — unz Menningarsjóður tók að sér útgáfu þess. Það er sú bók, sem hér er til umræðu. Skólameistari grefur vítt fyrir rætur í verki sínu. Fyrsti kaflinn, rúmlega 40 blað- síður, fjallar um afnám biskupstóls og skóla á Norðurlandi. Hinn næsti nefnist Endur- reisnarbarátta, röskar 100 síður á lengd; og það er fyrst undir lok hans, sem Möðru- vallaskóli rís af grunni. í þessum köflum er því lýst, hve mjög Norðlendingum þótti fyrir afnámi Hólaskóla um aldamótin 1800 og hvernig draumur um nýjan skóla í stað hans vakti löngum með beztu mönnum þeirra. Hugmyndir þeirra um gerð og veg- læti skólans voru ekki allar á eina bókina lærðar; og þeir, sem stefnt höfðu hæst og miðað lengst, hefðu kannski ekki borið kennsl á draumsjón sína á Möðruvöllum þegar skóli hófst þar í öndverðu. En hvað um það: Norðlendingar fengu í rcynd gagn- fræðaskóla á Möðruvöllum; og þegar hann var risinn þar á annað borð, þá hvíldust þeir frá skólabaráttu um hríð. Framundan beið hversdagsleg varðstaða um unninn sigur. Drjúgur hluti þessarar löngu bókar fjallar einmitt um hina virku daga skólans — um lífið innan dyra hans, um stormana sem gnúðu hurðir hans, um mennina í starfi hans. Sagnfræðiáhugi er eins og gigt: hann sækir á menn með aldrinum. Sá sem þetta ritar kynntist Sigurði skólameistara ekki fyrr en hann stóð á sextugu, nær áratug eftir hann hóf að semja þessa bók. Eg dvaldist síðan marga vetur undir handarjaðri hans, kynntist honum allnáið og fékk á honum meiri mætur en flestum mönnum öðrum. Eg má segja að skólameistari hafi ekki verið sögumaður, almennur sagnfræðiáhugi lians var áreiðanlega skorinn mjög við nögl. Því vænti ég þess ekki, að „Norðlenzki skól- inn“ flytti yfirgripsmikla eða nákvæma sagnfræði — sízt um þá tíma sem firrst eru gengnir. En eins og sumir menn ganga af sér gigtina í ellinni, þannig hefur sagnfræði- áhugi Sigurðar skólameistara dvínað sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.