Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 95

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 95
andvaiu ÍUTSJÁ 93 fræðing cn lítt skólagenginn bónda, sem yrði að liafa ritstörf og fræðimennsku í hjá- verkum. Næstu árin birti Magnús fáeina þætti, flesta í bókurn Sögufélags Húnvetninga, sem allir báru þess vott, að glöggskyggn fræði- maður og góður rithöfundur hélt þar á penna. Árið 1957 kom út fyrsta bókin frá hans hendi, „Mannaferðir og fornar slóðir". Staðfesti hún að fullu það, sem hinir fyrri þættir höfðu veitt hugboð um, að þar færi einn þeirra fræðimanna, sem hvað bezt segði nú sagnaþætti og brygði upp einna skýr- ustum myndum og mannlýsingum úr lífi liðinnar aldar. Lengsta og veigamesta rit- srníð þeirrar bókar, æviþáttur séra Eggerts Ó. Brím, hlaut að makleikum mikið lof. Síðastliðið haust kom út önnur bók Magnúsar á Syðra-Hóli; og var hann þá sjö- tugur. Nefnist hún „Ilrakhólar og höfuðból" og befur að geyma ellefu þætti. Þættir þcss- ir bera öll hin sömu einkenni og þeir, sem áður höfðu sézt á prenti frá hendi Magnús- ar- Frásögnin er skýr, málfar þróttmikið, lifandi og alþýðlegt, persónulýsingar víða með ágætum. Magnús segir jöfnum höndum frá sveitarhöfðingjum, fræðaþulum, sérvitr- um hörkutólum og umkomulitlum olnboga- körnum. Flestar eru ritgerðir hans glöggar þjóðlífsmyndir, sem fengur er að fyrir ís- fenzka menningarsögu. Þarna fljóta að vísu uteð þættir, sem ekki eru rismiklir, en vand- virkni höfundar og notaleg frásagnargáfa endast jafnan til þess, að úr verður eftir- ntinnileg smámynd. Hinar efnismeiri frá- sagnir eru jafnan ágætlega skráðar. Bezti þáttur bókarinnar er að vísu áður prentaður, saga Þórdísar á Vindhæli, enda hygg ég að nauniast myndi fram hjá honum gengið, ef gefið yrði út úrval íslenzkra sagnaþátta frá S1ðari tímum. Allt annað efni þessarar bókar tnun prentað hér í fyrsta sinn. Eru þar á tneðal ágætar frásagnir, svo sem þættirnir af Jónasi í Brattahlíð, Holtastaða-Jóhanni og ftörkutólinu Jósafat Sigvaldasyni á Gili. Magnúsi Björnssyni er mjög sýnt um að Jýsa söguhetjum sínum og auðkenna þær, ýmist með beinni frásögn eða lýsingum smá- atvika, sem bregða upp glöggum myndum. Get ég ekki stillt mig unt að láta þessurn orðum fylgja tvö sýnishorn af því tagi. Jósafat Sigvaldasyni á Gili lýsir Magnús á þessa leið: „Hann kom efnalítill að Gili, en hleypti þar brátt upp stórbúi og ruddi sér til rúms í röð fremstu bænda í sveitinni. Hann gerði jarðabætur miklar á Gili, sléttaði tún og hlóð garða og var í öllu hinn aðsópsmesti. En hann var þannig gerður, að hann gat aldrei orðið vinsæll maður, hvorki af grönn- um né öðrum, er við hann áttu skipti. Flann sat aldrei í logni. Veður gnauðuðu um hann öllu megin lengstum ævinnar, því hann var kappsamur og styrjaldarmaður svo mikill að brast í, hvar sem hann kom og fyrirstaða var nokkur. Ágengur var hann og óeirinn við granna sína og harður hús- bóndi og eftirgangssamur við vinnuhjú. Við smalamenn var hann svo óhlífinn, hótfynd- inn og stórlega vandlætingasamur, að þeir tolldu illa og surnir hlupust á brott. En barngóður var Jósafat mjög og brjóstgóður þar sem vesalingar áttu í hlut og fús og fljótur að rétta þeim hjálparhönd, er h'tils máttu sín og stóðu af því höllum fæti.“ Frá Sigríði, dóttur Holtastaða-Jóhanns, segir svo: „Sigríður Jóhannsdóttir (f. 1852) giftist ekki né átti börn. Hún var myndarleg á að sjá, greind vel og afburðamælsk. . . . Skap- mikil var hún mjög, stóð löngum gustur af henni hvar sem hún fór og pilsaþytur fylgdi henni sem fastast. Hún var þrekmikil og dugleg og ekki með öllu frásneidd karl- mönnum, þó engum yrði hún fastur föru- nautur. Manni taldi hún sig lofaða oftar en einu sinni. Allir hrukku frá henni fyrr en síðar, er þar hugðu til staðfestu, og olli því skapríki hennar, ráðgirni og umsvif. Mæltu það allir, að ekki væri aukvisum hent að eiga hana. Flún var í vinnumennsku framan af ævi, en síðan lengst í sjálfs- mennsku, í kaupavinnu um sumur en hús- kona er vetraði. Flún var um skeið í Lækjar- dal neðri og komin af léttasta skeiði. Hún taldi sig þá lofaða manni á hennar reki og var sá ekkjumaður. Nú bar svo við að mað- ur sá var á ferð, gekk um í Lækjardal, hitti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.