Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 97

Andvari - 01.04.1960, Page 97
Smábækur Menningarsjóðs Á síðast liðnu ári ákvað Bókaútgáfa Menningarsjóðs að efna til útgáfu nýs bóka- fiokks, sem eingöngu væri ætlað að flytja ýmis smærri rit, bókmenntalegs eðlis, inn- iend og erlend, gömul og ný. Erlendis stcndur slík útgáfustarfsemi með blóma, enda að því keppt, að bækurnar séu í senn góðar bókmenntir, snotrar, en íburðarlausar að ytra frágangi, og ódýrar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs taldi því ástæðu til að freista slíkrar útgáfu hér á landi. Er í ráði, að út komi þrjár til fjórar bækur á ári, vor og haust. Elefur bókaflokkurinn hlotið nafnið Smábækur Menningarsjóðs. Ritstjóri hans er Mannes Pétursson, skáld. Bókunum er ætlað að vera sem fjölbreyttastar að efni, innan þess ramma, sem flokknum er settur. Þar mun jöfnum höndum birtast skáldskapur, bundinn og óbund- lnn, ritgerðir, bréf og heimspekirit. Hverju riti verður fylgt úr hlaði mcð nokkurri gfeinargerð um höfundinn eða höfundana, þegar þurfa þykir, og annað, sem varpar Ijósi á verkin sjálf. Kappkostað verður, að erlend rit séu þýdd úr frummálinu, sé þess kostur. Fyrstu bækur þessa nýja bókaflokks eru nú komnar út, þrjár samtímis. Bækurnar ei'u þessar: E Samdrykkjan eftir Platón. Steingrímur Thorsteinsson skáld þýddi, dr. Jón Gíslason sá um útgáfuna. Hér er á ferð eitt frægasta rit grískra fornbókmennta. Það fjallar um ástina. Sókrates er aðalpersóna verksins. Vér kynnumst rökvísi hans og þeirri einstæðu aðdáun, sem Platón bar til þessa læriföður síns. Ritið veitir óvenju góða innsýn í hugmyndaheim Forn-Grikkja, það er aðgengilegt, enda að uppistöðu veizluræður. Oll frásögnin er skáldleg og áþreifanleg, það er eins og vér séum staddir í glaumnum mitt á milli hinna nafnfrægu manna. Þýðingin er prentuð eftir eiginhandarriti Steingríms og ber með sér svip hins mikilhæfa þýðanda Þúsund og einnar nætur. Dr. Jón Gíslason, sem er manna bezt að sér urn Forn-Grikki og menningu þcirra, ritar ýtarlegan og merkan inn- gang að Samdrykkjunni, þar sem hann gerir grein fyrir hinu menningarsögulega baksviði hennar, markmiði ritsins og einkennum og höfundinum sjálfum og heirn- speki hans. Einnig hefur hann samið skýringar við einstök atriði textans. — Bókin er rúmar 130 blaðsíður að lengd, prýdd nokkrum myndum, þar á meðal af Sókratesi og Platón. l rnmban og lútan, Ijóðaþýðingar eftir 1 lalldóru B. Björnsson. Á undanförnum arum hefur færzt í vöxt, að þýdd væru á íslenzku ljóð fjarskyldra þjóða. I því þýðingasafni, sem Halldóra B. Björnsson sendir nú frá sér, er því starfi haldið afram, en leitað á ný mið, því auk þess sem bókin flytur allmörg kínversk Ijóð frá fyrri öldum, sem nú fara sigurför um Vesturlönd, koma þar fyrir sjónir íslenzkra

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.