Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 98

Andvari - 01.04.1960, Side 98
96 SMÁI3ÆKUR MENNINGARSÓÐS ANDVAIU lesenda í fyrsta skipti alllangar ljóðasyrpur eftir Grænlendinga, Kanada-eskimóa og Afríku-svertingja á þessari öld. Ljóðin sýna oss djúpt í hug hinna fjarskyldu þjóða, og þýðingasafnið er sérstætt og flytur mörg kvæði, sem ánægja er að lesa. — Bókin er tæpar 80 blaðsíður að stærð. 3. Skiptar skoðanir, ritdeila Sigurðar Nordals og Einars I I. Kvarans. Eins og mörgum mun kunnugt, háðu þeir próf. Sigurður Nordal og Einar H. Kvaran mikla ritdeilu á árunum 1925—27, sem fór fram í tímaritunum Skírni, Iðunni og Vöku. Ritaði hvor um sig þrjár langar greinar. Ritdeila þessi er af flestum, sem til þekkja, talin sú merkasta, sem háð hefur verið hér á landi. Hún hófst með gagnrýni Sigurðar Nordals á lífsskoðun Einars LI. Kvarans, eins og hún kemur fram í skáldverkum hans. Ritdeilan er enn í fullu gildi, og hefur því þótt eðlilegt að endurprenta hana. Sérprentuð nýtur hún sín vel, greinarnar eru í þeirri röð, sem þær birtust upp- haflega, og er því auðvelt að fylgja gangi deilunnar. Þetta mun í fyrsta skipti, sem bók af slíku tæi kemur út hér á landi. Næstu rit í flokknum Smábækur Menningarsjóðs eru þegar í undirbúningi. Af þeim má nefna úrval úr bréfum Ivonráðs Gíslasonar. Konráð var frábær bréfritari, en bréf hans eru svo til óþekkt. 1 þessu safni verða m. a. nokkur áður óprentuð bréf til Jónasar Hallgrímssonar. Aðalgeir Kristjánsson cand. mag. sér um útgáfuna. Af erlendum skáldritum má geta smásagnasafns cftir Anton Tsékov í þýðingu Geirs Kristjánssonar, langrar smásögu eftir Franz Kafka í þýðingu Elannesar Péturssonar, sögunnar Dauðinn t Feneyjum eftir Thomas Mann í þýðingu Þórarins Guðnasonar læknis og ævintýrsins Litli fúnsinn eftir franska skáldið Antoine de Saint-Exupéry, í þýðingu Þórarins Björnssonar skólameistara.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.