Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1984, Side 6

Andvari - 01.01.1984, Side 6
4 BENEDIKT TOMASSON ANDVARI orðs og æðis. Guðmundur, faðir Guðrúnar, var bóndi á Taðhóli í Nesjum og að sögn hennar „snemma hagmæltur . . . talinn einstakt valmenni og mjög vel greindur . . . bókfróður langt fram yfir það, sem gerðist um alþýðumenn í Hornafirði á þeim tímum, smiður á tré og járn, bókbindari og góður skrif- ari . . . Hann eignaðist og allmikið bókasafn, eftir því sem þá var talið.“ Hann var vel læs á dönsku. Guðrún dóttir hans hefur verið sérkennileg hæfileika- kona, gædd óvenjulegri frásagnargáfu og hámæmum málsmekk. Árið 1975 komu út eftir hana Minningar úr Hornafirði, sem hún hripaði upp á síðustu æviárum sínum, mest að áeggjan Kristínar tengdadóttur sinnar, konu Vil- mundar. Þar eru skráð minningabrot af ættfólki hennar og fleirum ásamt stuttum sögnum úr Hornafirði á svo fagurri íslenzku, að unun er að. Vilmund- ur hafði hreinritað handritið og aukið við skýringum, en Þórhallur sonur hans sá um útgáfuna, sem Hið íslenzka bókmenntafélag tók að sér. Um frásagnir móður sinnar segir Vilmundur m. a.: „Svo gekk móðir min frá sögnum sínum, að nokkrar skráði hún orði til orðs, en aðrar lauslega . . . Hef ég orðið að ljá þeim sögnum að nokkru leyti orðfæri mitt, en með blygðun hlýt ég að játa, að það þolir engan samanburð við orðfæri móður minnar um lipurð og látleysi, allra sízt, þegar henni tekst bezt upp.“ Fornustekkar í Nesjum eru lítil jörð, hjáleiga frá prestssetrinu Bjamanesi. Hafa þau hjón, Jón og Guðrún, að vísu mátt heita bjargálna, en varla umfram það. Því varð að ráði, að þau tóku sig upp með tvö börn sín vorið 1890 og fluttust alfarin til Seyðisfjarðar til Magnúsar bróður Jóns. Svo er að sjá sem Seyðisfjarðarvonirnar hafi ekki rætzt eins og vænzt var, því að fjölskyldan bjó við fátækt eftir sem áður, en á Vestdalseyri átti hún heimili upp frá því. Ekki veit ég annað frá uppvaxtarárum Vilmundar en það, að hann nam gullsmíði að föðurbróður sínum, Bjarna Sigurðssyni. Skal ósagt látið, hvort gullsmíða- námið eða náttúrufar réð, en alla ævi átti Vilmundur persónulegt hagleiks- manns handbragð. Svo segir Snæbjörn Jónsson í Lesbók Morgunblaðsins 19. nóv. 1961, að í vegavinnu hafi Vilmundur hlaðið brúarstólpa, „svo að augna- yndi var að horfa á þá.“ Hér má geta þess, að móðurbræður hans tveir, Guð- mundur og Hallur í Berufirði, voru annálaðir völundar. Vilmundur hélt til náms i Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi vorið 1908, en síðan lá leiðin í Hinn almenna menntaskóla í Reykjavik, og stúdentspróf tók hann 1911. Mikinn hug mun hann hafa haft á að nema verkfræði og jafnvel boðizt aðstoð til þess, en í læknadeild háskólans hér settist hann, og þó heldur ófús, og lauk læknaprófi vorið 1916. Sökum fátæktar foreldra mun hann að langmestu leyti hafa unnið fyrir skólavist sinni, stund- aði vegavinnu á Austurlandi á sumrum, en kennslu i Reykjavík á vetrum, og einnig var hann þingskrifari. Er þetta saga margra gáfaðra unglinga, sem áður fyrr brutust gegnum langskólanám af eigin rammleik. Vilmundur var náms- maður mikill og jafnvígur á allar námsgreinar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.