Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1984, Qupperneq 16

Andvari - 01.01.1984, Qupperneq 16
14 BENEDIKT TOMASSON ANDVARI og dauða, en framar öllu var hann þó fulltrúi rikisvaldsins gagnvart þessu sama liði, gat jafnvel orðið viðsjárverður andstæðingur, skiptur milli tvennra hags- muna, sem toguðust á, berskjaldaður í bak og fyrir. Hann var sjálfkjörinn skot- spónn fólksins i landinu og formælenda þess, þegar yfirvöld eða heilbrigðis- starfslið þótti hafa brugðizt, hin fyrrnefndu skorið fjárframlög stjúpmóðurlega við neglur, en starfsliðið vanrækt eða klúðrað verkum sínum að leikmannadómi eða orðið áfátt um framkomu eða hegðun. Og hann var jafnsjálfkjörinn skot- spónn heilbrigðisstéttanna, þegar þær töldu sig ekki fá málum sínum og kröf- um framgengt. Samt var landlæknir aðeins faglegur, valdalaus ráðgjafi póli- tískra ráðherra, eins og vera her í lýðræðislandi. Á þetta minnist Vilmundur í formála að sérprentaðri grein í Alþýðublaðinu 1948: Um lyfsölumál. Þar segir hann: „Þó að á þriðja hundrað heilbrigðisstjórnir séu í landinu, er segin saga, að eitt og allt, er menn finna að framkvæmdum heilbrigðismála á vegum allra þessara aðila, er umsvifalaust kennt „heilbrigðisstjórninni“ og allri ábyrgðinni skellt á undirritaðan, þó að hann sé þar aðeins einn hlekkur í langri keðju og í tilbót valdalaus um úrslit mála. Nú hefði ég allra helzt lund til að umbera nudd þetta þegjandi, og því heldur sem mér eru manna dæmi í embætti því, sem ég gegni. Hefur mér ekki enn boðizt það, sem fyrirrennari minn fékk stundum að reyna, að fá yfir sig dembu nafnlausra hótunarbréfa, þar sem honum var bein- línis ógnað lífláti. Þá gerir hégómlegt auglýsingabrask, sem sumir embættis- menn samtíðarinnar eru teknir að ástunda sér til upphefðar, það heldur ólyst- ugt minna uppveðruðum embættismönnum að hafa sig mjög í frammi á opin- berum vettvangi. En hins vegar mundi mega telja það svik við almenning og miða til þess að villa um fyrir honum um réttan skilning á eðli lýðræðisins, ef þessum áróðri væri endalaust látið ómótmælt." Vilmundur leit fyrst og síðast á sig sem embættismann og trúnaðarmann ríkisins, til þess valinn að vernda sjóði þess og hagsmuni. Hann komst samt ekki hjá því að leika hið tvöfalda hlutverk, og í reynd var hann öruggur hvata- maður allra skynsamlegra ráðstafana, sem miðuðu að aukinni hollustu og heil- brigði þjóðarinnar, hvort sem þær töldust til heilsuverndar eða lækninga. Glöggt vitni um þetta er löggjafarsmíð hans og fjölmörg bréf og greinar um heil- brigðismál og heilbrigðisstofnanir, sem hraflað verður i með tilvitnunum hér á eftir. Það hafði hann þó ávallt hugfast, hve hættulegt er dvergþjóð að fá stór- þjóðaglýju í augun. II. Lagaákvæðið um, að landlæknir skuli vera „ráðunautur ráðherra í öllu, sem viðkemur heilbrigðismálum", lætur ekki mikið yfir sér, en er þeim mun innihaldsríkara. Fyrir því eru lítil takmörk, hvað talizt getur til heilbrigðis- mála í viðasta skilningi, og að sama skapi eru lítil takmörk fyrir því, hvers
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.