Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1984, Page 17

Andvari - 01.01.1984, Page 17
ANDVARI VXLMUNDUR JONSSON 15 konar rnál landlæknir kann að fá í hendur. Um þetta veitir málaflokkaskrá embættisins nokkra vitneskju. Skömmu eftir að Vilmundur gerðist landlæknir, lét hann hætta notkun bréfadagbókar og tók upp nýja flokkun mála. Skipti hann þeim eftir efni í 28 flokka, og eru þessir helztir: Embættaskipun og ráðn- xngar starfsmanna. Eftirlit og eftirlitsgerðir (m. a. við skoðun apóteka). Kæru- niál. Ferðaleyfi, staðgöngumenn og ferðastyrkir. Skýrslur. Heilbrigðisstarfs- nxenn aðrir en læknar. Sjúkrahús: Rekstur og rekstrarstyrkir. Sjúkrahús og læknisbústaðir: Byggingar og byggingarstyrkir. Lyfjabúðir og lyfjaverzlun. Heilbrigðisstofnanir aðrar en sjúkrahús og lyfjabúðir. Réttarmál. Sóttvarnir er- lendar og innlendar. Laganýmæli. Reglugerðir, samþykktir og skipulagsskrár. Erlend bréfaviðskipti. Einkabréf. Ýmis sýnishorn og fyrirmyndir. Rannsóknir. Yxnis mál. Lækninga- og sérfræðingaleyfi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (eftir að hún kom til). Dómsmálaráðuneytið var sú stofnun, sem landlæknir átti langmest skipti við. Mál, sem á milli bárust, voru af mjög mörgu tagi, og verður drepið á fátt eitt. Landlæknir lét ráðuneytinu í té umsagnir um umsækjendur að héraðs- læknisembættum og lyfsöluleyfum, þegar umsóknir bárust, og sama máli gegndi xxm veitingu lækninga- og sérfræðileyfa, eftir að læknadeild háskólans hafði haft þau mál til umfjöllunar. Sömu málsmeðferð sættu tillögur um svipt- mgu lækningaleyfa. Ef umsókn um læknishérað barst ekki, eins og fyrir kom, leitaði landlæknir uppi lækni til bráðabirgða, og sömuleiðis lagði hann sig í framkróka um að ráða læknum menn til afleysinga, hvort heldur í sumar- leyfum eða veikindaforföllum, þótt ekki væru slíkar útveganir þá embættis- skylda hans. Þegar yfirlæknar voru ráðnir að sjúkrahúsum, hvort sem þau voru rekin af ríki, bæjar- eða sveitarfélögum eða einkaaðilum, lét landlæknir ráðherra i té mat á hæfni umsækjenda, og var óheimilt að ráða aðra lækna en þá, sem metnir höfðu verið hæfir. Eins og síðar verða sýnd dæmi um, ritaði Vil- xnundur ráðuneytinu iðulega um heilbrigðisstofnanir og gerði tillögur um bygg- ingu þeirra, stækkun og rekstur, og sama máli gegndi um hvers konar heil- hrigðisráðstafanir, sem hann taldi nauðsynlegar. Nokkur samskipti átti landlæknir við bæjar- og sveitarfélög, eirikum vegna heilbrigðissamþykkta og sjúkrahúsbygginga, þar sem um þær var að ræða. Kom það aðallega til, eftir að ríkissjóður hafði tekið að sér að greiða hluta af bygg- ingarkostnaði lögum samkvæmt. Ýmsar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar attu erindi við landlækni, og verður það ekki tíundað. Nefndir alþingis senda landlækni yfirleitt til umsagnar lagafrumvörp og þingsályktunartillögur um heilbrigðismál eða mál tengd þeim. Skal nú brugðið á leik og getið eftirminnilegrar umsagnar Vilmundar um tillögu alþingismanns í þá veru að veita gullsmið nokkrum ríkislaun fyrir að stunda sjúklinga og beita við „lækninguna“ mikilvirku, jafnvel óbrigðulu lyfi, sem hann að eigin sögn hafði fundið upp við sjúkdómi, sem þjáir mannkynið og vísindin vita lítil
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.