Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1984, Qupperneq 41

Andvari - 01.01.1984, Qupperneq 41
andvari VILMUNDUR JÓNSSON 39 Slysaþjónusta í Reykjavík var lengi óskipulögð. Þótti eðlilegt, að fólk leit- aði laekna á stofum eftir smáslys, en væri flutt i sjúkrahús eftir meiri háttar slys. Eftir að Landspítalinn tók til starfa, vöndust menn á að sækja þangað, hka vegna smáslysa. Þessi slysaþjónusta spítalans óx jafnt og þétt og var eftir nokkur ár orðin til vandræða. Skorti bæði starfsfólk og húsrými til að veita hana, enda ekki verið fyrirhuguð. Um þetta ritaði Vilmundur nokkur bréf til bæjarráðs og Rauða krossins á árunum 1941—43. Kvað hann spitalann neyðast hl að hætta þessari þjónustu um áramót 1942—43. Málið leystist aðeins að nokkru leyti, þegar Reykjavikurbær tók að reka „læknavarðstofu“ í einum skólanna, en að fullu ekki fyrr en með tilkomu slysadeildar í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur. Árið 1945 ritar Vilmundur L.R. bréf „Um misnotkun á takmörkuðu rými i sjúkrahúsum." Hann telur það misnotkun á rúmum sjúkrahúsa að leggja inn a þau fjölda sjúklinga vegna kokeitlatöku, en samtímis verði að bíða dögum °g vikum saman eftir rúmum „fyrir sjúklinga, sem eiga jafnvel lif sitt undir þvi, að þeim sé sem skjótast sinnt“. Mælist hann til, að L.R. taki þetta mál til athugunar, en félagið hvorki svaraði né sinnti bréfinu, og fór svo um fleiri bréf til þess. Árin 1938—1939 ritar Vihnundur dómsmálaráðuneyti þrjú bréf „Um auk- ið sjúkrarúm fyrir geðveikt fólk.“ Yfirlæknirinn á Nýja Kleppi hafði talið að- spurður, að 240 sjúkrarúmum þyrfti að auka við þau, sem fyrir voru, ef full- nægja ætti þörfum geðsjúkra. Um þetta segir Vilmundur m. a. í fyrsta bréf- lnU: „Nú er það svo í heilbrigðismálum sem öðrum málum, að erfitt er að full- nægja hinum ýtrustu kröfum, og því miður er svo ástatt, að ekki er eingöngu vant viðbótarsjúkrarúma fyrir geðveika menn. Mikið vantar þannig á, aS nœgi- legt rúm sé til á almennum sjúkrahúsum til aS fullnœgja þörfum og eftirspurn (Leturbr. mín. R.T.) . . . Með tilliti til vistunar geðveikra sjúklinga á geð- veikrahælum er allra tilfinnanlegast að geta ekki tafarlaust tekið við óðum, oviðráðanlegum sjúklingum. Undan þeirri kvöð getur þjóðfélagið ekki vansa- laust vikið sér. Er ekki ofsagt af þeim hörmungum sjúklinganna sjálfra og að- standenda heirra“. 1 síðari bréfunum tveimur ítrekar Vilmundur fyrri rök- semdir og setur fram ákveðnar tillögur, en ekki verða þær raktar hér. Um hæli handa fávitum, sem svo voru nefndir til skamms tima, ritar Áilmundur dómsmálaráðuneyti árið 1945. Þykir honum sýnt, að þörf sé á oajög auknu rými fyrir slíka vistmenn. „Má á næsta mannsaldri eflaust gera ráð fyrir ekki færri en 200 fávitum, er nauðsynlega munu þarfnast hælis- vistar.“ Rréfritara þykir Kópavogur ákjósanlegur staður fyrir framtíðarhæli, bæði sökum nálægðar við Reykjavik og stofnunar, sem þar var fyrir (holds- veikraspitali) og brátt verði óþörf. Megi síðan „bæta við húsakynnin . . . eftir því sem þörf og eftirspurn eykst.“ Rekstur fávitahælis í Kópavogi hófst í árs- lok 1952.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.