Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Síða 49

Andvari - 01.01.1984, Síða 49
andvari VILMUNDUR JÓNSSON 47 rnunir, allajafna agaðir af taumhaldi sterkrar dómgreindar. Vilmundur var háskalegur andstæðingur, þegar hann var í ham, leikinn í að afhjúpa rökvillur, onákvæmni og staðleysur og fella menn á eigin bragði. Það var ekki öðrum hent en gildum köppum að hætta sér undir vopn hans, hvort sem hann kom til leiks léttvopnaður eða í fullum herklæðum. Hér á eftir verður reynt að gera nokkra grein fyrir einstökum ritverkum Vilmundar, en að vísu harla yfirborðslega. Skipun heilbrigðismála á íslandi, sem út kom 1942, er mikið rit, hart- nær 200 bls. i stóru broti. Um markmið bókarinnar segir höfundur m. a.: ;,Við samningu ritgerðarinnar var að sjálfsögðu fyrst og fremst miðað við það, að hún yrði nokkurn veginn við alþýðu hæfi, en þó jafnframt haft í huga, að læknar, einkum héraðslæknar og aðrir embættislæknar, gætu haft hennar nokk- ur not sér til leiðbeiningar um lög og reglur varðandi störf sín og heilbrigðis- fflálin í landinu yfirleitt.“ Bók þessi er náma af fróðleik, hlaðin staðreyndum, og þótt hún sé rituð sem samfelldur texti, er hún meira í ætt við alfræðibók, enda er að bókarlok- um mjög nákvæm atriðaskrá, nær 24 bls. tvídálka með smáu letri. 1 fyrsta kafla rekur höfundur í stuttu máli sögu sjúkdóma og heilbrigðismála í landinu fram að ritunartíma bókarinnar. Er þar glögg lýsing á hinum ömurlegu mið- öldum Islands með sjúkdómsfári sínu og hallærum, en þar er einnig greint frá hægfara þróun heilbrigðismála, batnandi afkomu og heilsufari og tilkomu heil- örigðisstétta og heilbrigðisstofnana. 1 öðrum köflum bókarinnar er lýst því heil- brigðiskerfi, sem þjóðin bjó við, þegar bókin var samin. Þágildandi heilbrigðis- löggjöf er endursögð í meginatriðum og greind heiti, númer og ártöl laga og reglugerða, til þess að auðvelt sé að leita hana uppi í Stjórnartíðindum. Sagt er frá yfirstjórn heilbrigðismála og héraðslæknaskipun og síðan taldar upp heil- örigðisstéttir. Kafli er um sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir, getið um stærð þeirra og hvar þær eru í sveit settar. 1 kafla um sjúkrahjálp er skýrð réttarstaða sjúkra manna, slasaðra og hamlaðra (öryrkja). Þá er kafli um sótt- varnir og ónæmisaðgerðir og annar um heilbrigðiseftirlit og heilsuvernd. Næst- siðasti kaflinn er um ráðstafanir við fæðingu og dauða og um heilbrigðisskýrslu- gerð. Að lokum ræðir um heilbrigðisástandið í landinu og framtíðarhorfur, og verður höfundur vissulega ekki vændur um bölsýni. Hann segir m. a.: „Þó að ftúkið hafi á unnizt á síðustu mannsöldrum til eflingar heilbrigði landsmanna, a það langt í land, að ekki verði um bætt, og eru ærin verkefni enn fyrir hendi . . . Margt í nýuppteknum lifnaðarháttum þjóðarinnar bendir vissulega fram á við til aukinnar heilbrigði hennar, og má sérstaklega tilnefna aukna lík- amsrækt og íþróttastarfsemi, fjallaferðir og aðra útivist ungs fólks sumar og vetur, bætt mataræði með aukinni neyzlu nýmetis og grænmetis og stórum aukinni mjólkurneyzlu almennings í kaupstöðum og kauptúnum og yfirleitt vaxandi skilning allrar alþýðu, lækna og stjórnvalda á því, að svo mikilsvert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.