Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1984, Side 55

Andvari - 01.01.1984, Side 55
andvahi VILMUNDUR JÓNSSON 53 væru óbrigðul við skalla. „Ég hefi hlíft menningu 20. aldarinnar við því, að leggja það á ormstungu vinar míns, Halldórs Kiljans Laxness, hvaða skallar hinnar íslenzku þjóðar mér var tjáð að hefðu lagt sig undir aðgerðir þessa vesal- ings, og ég geri vonandi engum miska með því að segja söguna á þennan hátt, því að enginn skallinn hefir komið upp um sig með því að taka hinum minnstu stakkaskiptum við „kúrinn“. Þeir skína allir í óbreyttum ljóma. — Með þessu móti og því, sem er enn fráleitara, líkamlegum eða andlegum lækningum, eftir því sem tízkan krefst, raka piltar á borð við þenna og honum ófyrirleitnari, að því leyti sem þeir eru sumir ábyrgari gerða sinna, milljónum á milljónir ofan úr vösum fáfróðs og hjátrúarfulls almennings víða um lönd, auk alls þess tjóns, er þeir vinna lífi manna og limum og ekki verður metið til fjár.“ Ekki virðist trú manna á kynjalyf og yfirnáttúrlegar lækningar hafa hagg- azt, síðan Vilmundur ritaði ádrepu sína árið 1936. Úr Thorvaldsen og Oehlenschlager: „Það er hugsjón og markmið háskóla- fræðslu, eins og henni er háttað á Norðurlöndum og, að því er ég ætla, víðast hvar i Norðurálfu a. m. k., að þeir, er ljúka háskólaprófi i einhverri vísinda- grein, nái ekki aðeins verknaðartökum á sérgrein sinni, heldur einnig þeim skilningstökum, að þeir hafi hana fræðilega á valdi sinu, að vísu aðeins fáir útvaldir til mikillar ávöxtunar, en allir til varðveizlu og nokkurrar miðlunar. Þykir ekki minna mega vera en háskólalærður maður geti — ef hann á annað borð ber það við — gert rökvíslega grein fyrir sérfræðilegum viðfangsefnum sínum í skilmerkilegu og snoturlegu formi, hvort heldur er við hæfi lærðra eða leikra, eftir því sem efni hentar. En til þess að slikt megi takast, er einskorðuð sérmenntun engan veginn einhlít, heldur er jöfnum höndum þörf almennrar menntunar og þekkingar, sem nær æðilangt út fyrir svið sérþekkingarinnar — að ógleymdri þeirri eðlisgreind, er baka verður hvert brauð þekkingarinnar við, ef það á ekki að verða að steini.“ tJr Af bókfelli eilífðarinnar: „Til er aðallega tvenns konar sagnafólk: Það, sem lifir sögur, en skrifar þær ekki, og það, sem skrifar sögur, en lifir þær ekki. Að svo miklu leyti sem fólk, er fæst við að skrifa sögur, stundar það ekki sem heldur lítilmótlega atvinnugrein, skrifar það sögur sinar oftast út úr neyð, sökum þess að því er meinað að lifa sögur, líkt og fólk, sem hellir upp á tómt export, þegar það á engar baunir. Fólk, sem lifir sögur, hefur að jafnaði enga þörf þess að skrifa sögur. Þessi hrapallegu víxl valda hinu alkunna óbragði, sem er að langflestum skrifuðum sögum. Sá, sem lifir sögu, þarf ekki annað en rekast á framandi mann á ókunnum stað og skiljast við hann að vörmu spori jafnframandi og á jafnókunnum stað. Með örlítilli — alveg ótrúlega lítilli — viðbót er þetta mikil saga. Þessa litlu viðbót vantar í flestar skrifaðar sögur og því tilfinnanlegar því lengri sem þær eru.“ Vilmundur ritaði ein eftirmæli um ævina: „Eitt sá tómt helstríð“. Hann ttiælti eftir Sigríði Elísabetu Árnadóttur, sem lézt á Isafirði árið 1939. Hún var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.