Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1984, Page 69

Andvari - 01.01.1984, Page 69
ANDVARI GRIPIÐ NIÐUR í ÍSLENDINGASÖGU 67 að Eyjólfur flyzt búferlum í hvort sinn, fyrst úr Vatnsdal til Vestfjarða og þaðan síðan suður í Flatey á Breiðafirði. Þar situr hann á friðstóli um hríð og lætur hafið gæta sín, en sumarið eftir, 1219, fréttir hann, hversu komið er fyrir Guðmundi biskupi, er fluttur hafði verið harðlega leikinn frá Hólum suður til Hvítár, þar sem ætlunin var að koma honum utan, „hvárt er honum likaði vel eða illa“. Fannst Eyjólfi „mikit um, er biskup var at nökkuru nauðbeygðr“, og tekur hann til sinna ráða að frelsa hann. Er ekki að efa, að Kár munkur, faðir Eyjólfs, hefur þekkt Guðmund, sennilega verið á Þingeyrum, þegar hann kom þangað á ferðum sínum, og vist, að Eyjólfi hefur verið innrætt þegar í æsku að bera virðingu fyrir Guðmundi Arasyni. Lýsingin á því, þegar hann sækir biskup í búð Norðlendinga undir Þjóðólfsholti, tekur hann í fang sér og ber hann brott — og færðu hann í fögur klæði, er stórbrotin, og það er í stíl við hana, þá er þeir ríða með biskup út á Mýrar, að þeir fá „hvergi blautt um Valbjarnarvöllu, en hrælog brunnu af spjótum þeirra, svá at lýsti af“. Eftir þetta fylgir Eyjólfur biskupi löngum, unz hann að lokum fellur i Grímsey vorið 1222, en hafði þá bjargað lífi Arons Hjörleifssonar vinar sins. Likt og hann áður bar Guðmund biskup úr búðinni undir Þjóðólfsholti, tekur hann Aron í fang sér, þar sem hann liggur særður á brúkinu, ber hann til sjávar og á skip út og hrindur frá landi. Þegar seinast er komið að Eyjólfi úti í skeri, þangað sem hann hafði synt helsærður eftir hrikaleg átök við menn Sighvats Sturlusonar, liggur hann á grufu og hefur lagt hendur i kross frá sér. 1 miklu yngri frásögn, Arons sögu, er Eyjólfur látinn mæla þessi fögru °rð, skömmu áður en þeir Aron skildust: „Vænti ek enn, að koma muni betri dagar.“ Er öllu liklegra, að hér kenni samúðar sögumanns með hinni feigu hetju en Eyjólfur hafi í rauninni nokkurn tíma tekið svo til orða. Tilfinning Sturlu fyrir hinu örlagaþrungna er eins og vér sjá'um á þessari frósögn mjög næm. Annað dæmi, þar sem sannast hið fornkveðna, að eigi verði feigum forðað, er frásögnin af falli Guðmundar Ölafssonar í 144. kapítula sög- unnar. Hún er á þessa leið: Þetta sumar hafði Ólafr af Steini skip fyrir norðan land ok bjó til hafs. Þeir skyldi utan með hon'urn Svarthöfði Dufgusson ok Jón sonr Árna Auðunar- sonar ok Guðmundr Ólafsson, er þá lifði einn eftir þeirra manna, er verit höfðu at brennu Þorvalds. Þeir létu út ok urðu aftrreka í Hlöðuvík við Horn ok brutu þar skipit. Þá bjó Illugi Þorvaldsson í Æðey. En er hann frétti þetta, fór hann heim- an ok þeir sjau. Einarr bróðir hans fór með honum, hann var þá þrettán vetra, °k Grimr Heðinsson. Hann kom þar af hafi. Þeir fóru inn Norðrfjörð ok þaðan til Kjaransvikr. Maðr þeirra einn skeindist, er hann skyldi á bak fara. Brást °xin Tjaldsperra á hann, ok var hann eftir, en Illugi hafði ]iá öxina. Ólafr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.