Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1984, Page 70

Andvari - 01.01.1984, Page 70
68 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI Markússon var með honum, Saurbæingr. Hann var ætlaðr til áverka við Guð- mund, því at hann einn hafði sét hann. En er þeir kómu í Hlöðuvik, þá þurrk'uðu Austmenn vöru sína. Þeir Guð- mundr ok Svarthöfði váru þar hjá þeim. En er þeir sáu mannaförina, gengu þeir til búðar. Tók Guðmundr öxi. Þá kallaði Svarthöfði hann ór búðinni, er hann kenndi Illuga. Sneru þeir þá upp til sinna manna. Þeir Illugi renna þá eftir þeim. Guðmundr fór seint, og spurði Svarthöfði, hvárt herfjöturr væri á honum. Hann kvað þat eigi. Þá bar Illuga at, ok snerist Guðmundr við hon- um, og hjuggust þeir í mót ok kom hvár öxin á skaft annarri. Svarthöfði vildi taka Illuga. Þá hjó Illugi í höfuð Guðmundi, ok var þat banasár. Þá kómu Austmenn til ok váru heldr ósvífrir. En er Illugi greindi mála- efni sín, þá svöfðust Austmenn. Fóru þeir Illugi þá á braut. Svarthöfða líkaði illa, er hann hafði svá nær verit, ok var hann engi vinr Illuga síðan. Hér rekur hver tilviljunin aðra. Guðmundur Ólafsson, sem nú var einn eftir þeirra, er verið höfðu að brennu Þorvalds Vatnsfirðings, hyggst forða sér úr landi, en skipið, sem hann tók sér fari með, verður afturreka í Hlöðuvík við Horn. Skipbrotið spyrst suður til Æðeyjar og Illugi, sonur Þorvalds Vatnsfirð- ings, býst þegar af stað við sjöunda mann, tekur jafnvel með sér 13 ára hálf- bróður sinn, Einar Þorvaldsson og Þórdísar Snorradóttur Sturlusonar. Einn mannanna skeinist á öxi og verður eftir, en Illugi hafði þá öxina. Annar maður var raunar ætlaður til áverka við Guðmund, því að hann einn þekkti hann í sjón. En það kemur þá í hlut Illuga að vega hann með þessari sömu öxi. Þegar Guðmundur ætlar að forða sér úr lífsháskanum, rennur á hann herfjötur, þótt hann vilji ekki við það kannast, og hann kemst hvergi úr sporunum. Austmennirnir vita ekki, hvaðan á sig stendur veðrið, og verða æfir, en beygja sig fyrir lögmáli föðurhefndanna, þegar Illugi greindi málaefni sín. Þarna hefur þessum hring verið lokað, Þorvalds Vatnsfirðings verður ekki ræki- legar hefnt. En — hin eilífa hringrás hefndanna heldur áfram. Tveimur árum síðar, þegar Órækja Snorrason lætur vega Illuga, er Svarthöfði Dufgusson þar í för. Vér skulum heyra, hvernig Sturla lýsir þeim atburði: Þá er Órækja var í fjörðum, sendi hann menn til Isafjarðar ok stefndi Illuga til móts við sik í Holt í Önundarfjörð. Þangat fór Illugi með nökkura menn. Þar var Mörðr. Níu váru þeir. Ok þá er þeir kómu í Holt, spurði Illugi Steinþór prest, hvat Órækja myndi vilja honum. „Vit fundumst,“ sagði hann, „á Þorskafjarðarþingi, ok talaði hann ekki við mik. Nú veit ek eigi, hvat hann vill.“ Prestr svarar: „Hann mun nú vilja, að þit eigizt fleira við.“ „Vera má þat,“ sagði Illugi. En eftir þat kómu menn þar ok sögðu, at Órækja var kominn vestan um heiði. Illugi spurði, hvat manna var með honum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.