Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1984, Side 86

Andvari - 01.01.1984, Side 86
84 ÞORSTEINN ANTONSSON ANDVARI vegferð persónanna og höfundur klifar á tilsögnum sínum á kostnað bygg- ingar, fagurfræði skáldverksins. Meiningin er góð, stundum eyðir hann miklu púðri í að afhjúpa augljósa lítilmennsku („Kuldi“ í „Þegar skáld deyja“) en öðrum stundum er vísdómur sögunnar dýrari, oftast nær þá að sama skapi óljósari. Vísar þá til lífsskoðana sem hann útfærir ítarlegar i greinasöfnum sinum. Sögutextar Skugga og greina- hlutar eru sumir endursagnir á norrænni goðafræði (upp úr Snorra Eddu), innskot frá honum sjálfum endrum og sinnum af óljósum eða að því er virðist alls engum ástæðum. Þreytandi en þó smámunir hjá þeirri ástriðu hans að klifa á því sem honum þykir mikið til um. Frágangur smásagna- og greina- safna ber vott um kunnáttuleysi við bókagerð og prófarkalestur er afskaplega slæmur ef hann hefur þá nokkur verið. Allt er þetta gefið út af höfundi sjálf- um, á kostnað hans og um bækurnar allar og bæklinga gildir, þau verk sem einhver möguleiki er á að koma höndum yfir, að líkast er því sem allt saman hafi orðið til í einhvers konar vímu, sumt jafnvel i óráði. Oftar en einu sinni getur þó að líta á plöggum þessum yfirlýsingu höfundar um að honum hafi hlotnast æðri vitsmunaþroski — en gerist um almenning — og frelsi sem því svarar. Getur einmanaleiki eins manns leitt hann svo langt að hann semji sér andlegt samneyti af því tagi sem „Gullmunnar" Jochums M. Eggertssonar hafa augljóslega verið honum? Og glatað dómgreind sinni á hvað sé veruleiki í þeim mæli að hann trúi af þeirri ástæðu einni sjálfur sögum sinum um fornt fróðleiksrit og nisti sem hann grundvallar goðsagnir sínar á? Eftir þrjátíu ára rýni í fornar leturgerðir, rúnir, galdrastafi — og gæti víst ært óstöðugan, kom Jochum á bæinn Múla við Skutulsfjörð þar sem í næsta nágrenni bjó öldum fyrr hinn illi Jón Magnússon Sálarháski er brenna lét Jóna tvo, feðga, ná- granna sína, fyrir rangar sakargiftir (fyrir að vera orsök að móðursýki hans). Um erindi sitt getur Jochum ekki en af samhenginu verður að líkindum ráðið að einhver forneskja hefur dregið hann á þessar slóðir. Að Múla segir kerling ein honum að í eyj'u á Breiðafirði, einni Svefneyja, sé geymd í hrútshorni skinnskræða, horninu hafi hún stungið í þúfu á stað sem hún vísar til, hún hafi í bernsku leikið sér með öðrum krökkum þar í eyjunni og þegar þau ekki vildu leyfa henni að leika með að horninu hafi hún stolið því og falið. En í hulsunni hornsins var skræðan jafnan, leikfang barnanna. Svo vill til að Jochum er einmitt að koma sunnan úr Breiðafirði, stundaði þar með öðru fiskveiðar á firðinum og einhverju sinni þá fór hann í land á umgetinni eyju og á rölti um eyna setti hann fót i nibbu sem hann nú minnist við frásögn kerlingar. Getur þessi frásögn hans verið manns með réttu ráði? Hann hélt til baka, segir í sömu heimild (Skammir), í eyjunni fann hann aftur nibbuna og þar með hornið. 1 slóarstað voru 27 skinnblöð (af kiðlingum, ritar Jochum á öðrum stað í skýringarskyni, sem drepnir höfðu verið skömmu fyrir burð og skinnin verkuð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.