Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Síða 99

Andvari - 01.01.1984, Síða 99
ANDVARI FAGURKERARNIR 97 „Nei,“ sagði 'unga konan, „það var allt annað.“ „Já, ég veit það,“ sagði gráhærða konan, „jæja ég er farin, þetta gengur ekki.“ Uppi hugsaði drengurinn: „Ef þeir færu nú að slást.“ Hann sá þá líka fyrir sér taka höndum saman þegar þeir kæmu á plássið fyrir framan hótelið og fara að dansa i hring. Hann sá hattana fjúka af þeim og hverfa út í busk- ann, áður en hann lokaði augunum og sneri huganum að öðru. Honum datt í hug að fara niður en hætti við það. Hann vonaði að gráhærða konan færi að fara. Það kom maður inn á götuna með hest og kerru og drengurinn beið þess að hann mætti velbúnu mönnunum, en þeir viku úr vegi og það gerðist ekkert. Þeir röðuðu sér aftur upp eins og fyrr, maðurinn í miðið síðastur. „Ég vil ekki setjast hér að,“ sagði unga konan. „Ég vil ekki að Nonni alist upp eins og villidýr. Og ég vil ekki fara á hreppinn.“ „Hvað?“ sagði gráhærða konan, „hvaða vitleysa.“ „Hvaða vitleysa?" sagði unga konan ergilega. „Heldurðu að ég þekki mig ekki hérna. Það getur vel verið að það sé komið árið 1929 en það hefur ekk- ert breytzt.“ „Jú, það er margt breytt,“ sagði gráhærða konan. „Ef þú værir að alast upp hérna núna væri það allt annað.“ „Kannski,“ sagði unga konan, „þú átt við að ég yrði ekki drepin.“ „Láttu ekki svona,“ sagði gráhærða konan, „ég vil ekki heyra þig tala svona.“ „Jæja,“ sagði unga konan, „mér heyrist það nú samt vera algengasta orðið á götunum hérna. Og það er varla orðið minna um framkvæmdimar.“ „Þetta er góður staður," sagði gráhærða konan, „þér gæti liðið svo vel hérna.“ „Já,“ sagði unga konan. „En það er sama.“ Drengurinn teygði sig út um gluggann. Enn fóru mennirnir svo hægt að að þeim miðaði varla, en drengurinn fór að heyra hvað þeir sögðu. öðru hverju rak stóri maðurinn upp einskonar hlátur, stakk höndunum i jakkavasana og blótaði glaðlega, „andskotinn," sagði hann aftur og aftur, „andskotinn." Hinir mennirnir tóku ekki undir, maðurinn í miðið gekk alltaf svolitið á eftir og hinn, sá á gamosíunum, virtist önnum kafinn að dusta eitthvað af fötum sínum, ýmist skálmum eða ermum. Þeir námu staðar við homið á íshúsinu, sem var þriðja hús frá hótelinu °g maðurinn á gamosíunum greip upp handfylli af snjó á nýjan leik og hnoð- aði hann á sama hátt og fyrr með stílfærðum hagleik eins og hann kynni það einn. Drengurinn nam hvert handtak með áfergju og fann til kulda í gagnaug- tmum. Maðurinn mundaði kúluna í hægri hendi, sneri sér í hring, sveiflaði 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.