Andvari - 01.01.1899, Page 8
til fósturs. Arnór var bróðir sjera Hannesar presta-
skólakennara Arnasonar, og var first sísluinaður
í Þiugeijarsíslu, enn síðar í Húnavatnssislu. Hann var
maður ókvæntur og barnlaus, og þótti honum bráttsvo
vænt um Berg, að hann tók hann sjer í sonar stað
og kostaði hann til náms bæði innan lands og utan.
Hann lagði þannig flrstur manna grundvöllinn undir
gæfu Bergs Thorbergs, og mintist Bergur jafnan
íóstra síns með innilegri þakklátsemi. First var Bergur
settur i lærða skólann og útskrifaðist þaðan árið
1851 með besta vitnisburði. Síðan fór hann til há-
skólans og lagði stund á lögfræði og leisti af hendi
embættispróf f þeirri grein 1857 með 2. einkunn í
báðum prófum. Árið eftir varð hann aðstoðarmað-
ur við hina fslensku stjórnardeild i dómsmálastjórn-
inni, og hjelt því starfi, þangað til hann var settur
amtmaður í vesturamtinu 8. maí 1865. Ari síðar,.
10. ágúst 1866, fjekk hann veiting firir því embætti
og sat í Stikkishólmi. Með konungsúrskurði 29. júní
1872 var suðuramtið og vesturamtið lagt undir einn
amtmann, og skildi hann ásamt biskupi hafa á
hendi þau embættisstörf, er á stiftsifirvöldunum
hvíla. Var nú Bergi amtmanni Thorberg veitt þetta
embætti, og flutti hann þá búferlum til Reikjavfkur.
Þegar Hilmar Finsen landshöfðingi fór alfarinn hjeð-
an af landi burt, var Bergur Thorberg 5. ágúst
1882 settur til að þjóna landshöfðingjaembættinu á-
samt sinu embætti, og ári síðar til að þjóna lands-
landshöfðingjaembættinu einu. 7. maí 1884 fjekkhann
veiting konungs firir landshöfðingjaembættinu, og
gegndisíðan því embætti til dauðadags. Hann dó snögg-
leganóttina milli 20. og 21. jan. 1886, hafði farið heil-
brigður að sofa um kvöldið, enn vaknaði kl. 2 um nótt-
ina viðkvöl mikla, sem þó leið frá, er læknir var sóttur.