Andvari - 01.01.1899, Page 9
3
Enn nokkru síðar, kl. 5 um,morguninn, fjekk hann sára
verkifirir brjóstið og hnje brátt út af örendur.
Bergur Thorberg sat á alþingi sem konung-
kjörinn þingmaður frá 1865, þangað til hann fjekk
veiting konungs firir landshöfðingjaembættinu árið
1884, og var fulltrúi stjórnarinnar á alþingi 1883 og
1885. Sumarið 1881 var hann forseti í sameinuðu
þingi og efri deild.
25. apríl 1870 var hann sæmdur riddarakrossi
dannebrogsorðunnar og 10. ágúst 1874 beiðursmerki
dannebrogsmanna. Loks var hann 14. apríl 1885
gerður að kommandör af dannebrogsorðunni, 2.
stigi.
Hann var tvikvæntur. First átti hann, árið
1865, Sesselju Þórðardóttur, umboðsmanns í Sviðholti,
Bjarnasonar, stjúpdóttur Björns Gunnlaugssonar ifir-
kennara. Enn hann misti hana 26. janúar 1868
Síðan kvæntist hann, 18. okt. 1873, Elinborgu, dótt-
ur Pjeturs biskups Pjeturssonar, og átti með henni
2 börn, Pjetur, mesta efnispilt, sem dó árið 1897, og
Sesselju, er enn lifir.
Þetta er þá í stuttu máli æfiferill Bergs lands-
höfðingja Thorbergs. Hann mátti heita stakur
lánsmaður alla æfi, og er það sjaldgæft, að fátækur
prestsson hefjist til hinna æðstu metorða hjer á landi.
Firir manna sjónum er svo að sjá, sem líf hans hafi
svo að segja altsaman verið einn sólskinsblettur. Þó
dró einu sinni skí firir sólu, og það var, þegar hann
misti firri konu sína, er hann saknaði mjög.
Það er enn svo stutt liðið, síðan Bergur Thor-
berg andaðist, að það er ervitt að dæma lilutdrægn-
islaust og rjett um æfistarf hans. Enn þó eru lielstu
drættirnir í mind hans sem stjórumálamans og
embættismans svo ljósir og greinilegir, að það virð-