Andvari - 01.01.1899, Page 10
4
ist mega draga þá nú þegar svo, að mindin verði
trú og lik í öllum aðalatriðum.
Hann var mjög samviskusamur og duglegur
embættismaður. A þeim langa tíma, sem hann var
aðstoðarmaður i islensku stjórnardeildinni, varð hann
þaulæíður og leikinn í öllum skrifstofustörfum, og
var hann því betur undir það búinn, enn vanalega
gerist um unga lögfræðinga íslenska, að stjórna
vandasömu embætti. Skilningur hans var svo næm-
ur, að hann átti hægt með að átta sig ífljótubragði
jafnvel á hinum flóknustu málum, sem hann átti
úr að greiða, og lipurleiki sá, sem honum virtist
vera tneðskapaður, og ströng rjettlætistilfinning vis-
uðu honum vanaiega á rjetta leið. í öllum embætt-
isrekstri hans lísti sjer sú hin elskuverða mannúð
og ljúfmenska, sem kom fram í öllu dagfari hans
og var einhver hin helsta lindiseinkunn hans. Þessir
kostir áunnu honum eigi aðeins traust þeirra, sem ifir
hann vóru settir,heldur og elsku og virðingu þeirra,sem
undir hann voru gefnir. Það var því eðlilegt, að
stjórnin fengi augastað á Bergi Thorberg, þegar
Hilmar landshöfðingi Finsen fór hjeðan alfarinn.
Það var að mörgu leiti vandaverk að taka við
landshöfðingjaembættinu eftir annan eins mann og
Hilmar Finsen. Enn það síndi sig brátt í reindinni,
að Bergur Thorberg var fær utn að taka að sjer
þennan vanda. Hin nákvæma þekking á allri um-
boðsstjórn landsins, sem hann hafði aflað sjer á
embættisferli sínum, kom honum nú að góðu haldi
sem landshöfðingja. Enn umboðsstörf þau, sem hvíla
á landshöfðingja, eru ekki hinn mesti vandi, sem
því embætti filgir, heldur umfram alt afstaða hans
samkvæmt stjórnarskránni við alþingi öðru megin
og við stjórnina hinum megin. Landshöfðinginn er