Andvari - 01.01.1899, Síða 11
þar eins og* rnilli steins og sleggju. Samkvæmt
stjórnarskipuninni á hann að vera fulltrúi stjórnar-
innar og túlka skoðanir hennar við þingið, skoðan-
ir sem hann oft ekki þekkir, enn verður að giska
á. Stjórnin getur, hvenær sem vera skal, líst hann
óheimildarmann að þvf, sem hann hefur borið frarn
firir þingið í hennar nafni, eða látið hann sæta á-
birgð. Gagnvart þinginu er hann aftur á móti á-
birgðarlaus. Það liggur í augum uppi, að lands-
höfðinginn á ervitt aðstöðu gagnvart þinginu, eftir
því sem stöðu hans er háttað samkvæmt stjórnar-
skránni, ekki síst vegna þess, að honum er það
mjög áríðandi, að þingmenn beri gott traust til hans,
því að annars eru litlar líkur til, að honum takist
að koma fram á þingi áhugamálum sínum og stjórn-
arinnar. Hjer kom Bergi Thorberg það að góðu
haldi, að hann var enginn viðvauingur á þingmanna-
bekkjunum. Iíann hafði setið á 9 þingura, áður enn
hann varð landshöfðingi, og hafði þannig haft gott
tækifæri til að kinnast þingmönnum og þingmálum
og venjast þingraíðum. Hann var ekki eiginlega
mælskur, enn mæltist þó altaf liðlega og lipurlega.
Ræða hans var blátt áfram, einföld og ljós, og iaus
við allan ákafa eða geðshræringu, betur löguð til að
sannfæra menn og laða enn til að hrífa þá og gera
þá hugstola. Hann talaði altaf með stillingu og ró-
semi, og því höfðu orð hans oft spekjandi og míkj-
andi áhrif á þingmenn, þegar kapp eða ofsi
bar þá lengra enn góðu hófi gegndi. Vanalega
var hann bæði íijótur til svars og heppinn
að koma firir sig orði, ef á hann var leitað.
Ræða hans bar líka alt af vott um, að hann hafði
hugsað málið rækilega og kint sjer það út í æsar,
°S því vóru tillögur hans alt af mikils metnar. Enn.