Andvari - 01.01.1899, Síða 12
6
það, sera einkum einkendi Berg Thórberg, svo á
þingi sem utan þings, var hin tramúrskarandi lipurð
hans og Ijúfmenska, og studdi þetta eigi hvað síst
að þvi að skapa góða samvinnu milli hansogþings-
ins. Og þó gat hann verið fastur firir og ljet ekki
þoka sjer, ef svo bauð við að horfa. I viðmóti var
hann alt af þiður og laðandi; hann dró alla að sjer,
enn hratt engum frá sjer. Á hinu siðasta alþingi,
sem hann sat á sem fulltrúi stjórnarinnar, átti hann
helst i vök að verjast, því að þá krafðist allur þorri
þingmanna endurskoðunar á stjórnarskránui og
samþikti lög þar að lútandi, enn stjórnin vildi ekki
sinna þvi að neinu. Að vísu gat Bergur Thorberg
ekki spornað við þvi, að hið endurskoða stjórnar-
skrárfrumvarp næði fram að ganga, enn honum
tókst að sjá svo um, að sundurþikkja sú, sem var á
milli stjórnar og þings í þessu máli, næði ekki til
fieiri mála, svo að starf þingsins það ár bar þó tals-
verðan ávöxt.
Það má þó með engu móti hafa framkomu
Bergs Thorbergs sem stjórnarfulltrúa á alþingi firir
mælikvarða, þegar dæma skal um afskifti hans af
stjórnmálum. Sem stjórnarfulltrúa var honum nauð-
ugur einn kostur að filgja skoðunum þeim, sem
stjórnin lagði firir hann, að minsta kosti í öllum
hinum merkari málum. Ef menn vilja gera sjer hug-
mind um stefnu hans sjálfs í stjórnmálum, verða
menn einkuin að líta á framkomu hans, áður enn
hann varð landshöfðingi.
Á æskuárum sinum mun hann, eins og fiestir
hinir ingri menn, hafa hneigst að stjórnmálastefnu
Jóns Sigurðssonar. Þegar hann kom til Kaupmanna-
hafnar komst hann í kinni við Jón Sigurðsson, og
fór honum sem öllum öðrum, er kinni höfðu af þess-