Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 14
8
föðurlandsást. Síðan, þegar lengra leið frá og ofs-
inn fór að sefast, sáu menn, að þetta var ósanngjam
dómur, og nú múnu flestir geta unnað »binum kon-
ungkjörnu« sannmælis, og þó metið, sem vert er,
baráttu Jóns Sigurðssonar og hans flokks firir sjálfsfor-
ræði og framförum þjóðar vorrar. Jón Sigurðsson hjelt
fast fram landsrjettindum vorum, sem hann og allur
þorri landsmanna taldi oss eiga fullaheimtingu á. »Hann
ritaði djúpt á sinn riddaraskjöld sitt rausnarorð:
»Aldrei að víkja««, segir skáldið. Hann heimtaði alt
eða ekkert. Flokkur »hinna konungkjörnu« var aft-
ur á móti á þeirri skoðun, að stjórnarbót sú, sem
stjórnin bauð, væri íramför í samanburði við það
stjórnarfirirkomulag, sem þá var, og hjelt því fram,
að nokkuð væri þó skáma enn ekki neitt. I þessu
stóð þangað til á þingi 1873. Þá sá flokkur Jóns
Sigurðssonar, að ekki dugði svo búið, og ljet undan
síga í þá átt, sem flokkur »hinna konungkjörnu«
stefndi, og mættust þá báðir flokkar á miðri leið,
svo að fult samlindi komst á meðai þeirra. For-
sprakkarnir í þessum samdrætti flokkanna vóru, að
því er kunnugur maður hefur sagt mjer, Bergur
Thorberg af' hálfu »hinna konungkjörnu« og Bene-
dikt Sveinsson af hálfu þjóðkjörinna þingmanna.
Árangurinn af þessu samkomulagi var stjórnarskrá-
in 4. jan. 1874. Flestir munu nú vera samdóma
um, að alþingi hafi farið higgilega að ráði sínu
1873. Enn þá hljóta menn einnig að játa, að brigsl-
irði þau,sem menn áður báru á »hina konungkjörnu«r
hafi verið ómæt og ástæðulaus, enda komst eitt af
merkustu blöðum vorum svo að orði um Berg Thor-
berg í eftirmælum eftir hapn: »Engin ástæða er til
að efast um fullkomna þjóðrækni hans«.
Bergur Thorberg var maður friður sínum, vel