Andvari - 01.01.1899, Síða 17
11
og er þaðan góð útsjón yfir hraunbreiðurnar í daln-
um fyrir neðan. Hraunið hefir fylt dal Norðlinga-
fljóts milli hálsanna hjá Kalmanstungu og Fljóts-
tungu og dreifist út í króknum fyrir neðan Fljóts-
tungu upp undir mynni Þorvaldsdals, fyllir svo lág-
lendið niður að Hvitá og nær dálítið niður fyrir
Gilsbakka. Gróður er töluverður i hrauninu og
sumstaðar skógarkjarr; nærri hlíðunum eru sumstað-
ar sléttar flatir grasi vaxnar, þar sem lækir hafa
borið möl og mold niður á hraunið. Skamt fyrir
ofan Fljótstungu austur af Skriðugili skoðaði eg helli
i hrauninu, sera heitir Víðgeymir (eða Víðgemlir í
fornum máldögum); hellir þessir er myndaður á svip-
aðan hátt og Surtshellir, þó hann sé miklu minni;
þar er niðurfall i hrauninu rúmar 90 álnir á lengd,
30 á breidd og 15 á dýpt og steinbogi yfir það þvert,
og er sá hluti niðurfallsins, sem er fyrir norðan bog-
ann, helmingi lengri en hinn syðri. Ur báðum end-
um niðurfallsins ganga hellar niður á við og kvað
þeii vera 20—30 faðmar á lengd; en eigi gátum við
skoðað þá, því í þeim var djúpt vatu og svell und-
ir; heliismunninn nyrðri er 20 álnir að þvermáli og
3—4 mannhæðir á hæð. Hellar þessir eru mjög
draugalegir, enda kvað þar vera reimt. Sira Snorri
á Húsafellli kom þar fyrir draug, er lionum var
sendur, stóð við í Kalmanstungu á leiðinni og beið
eftir beina, en batt drauginn á meðan við ístað
sitt.
Hinn 16. júlí lögðura við á stað frá Fljótstungu
og fórum upp með hálsinum að austanverðu; við
norðurenda haus eru móbergshnúðar, sem heita
Kleppar; fórum við siðan yfir Norðlingafljót að hálsi
þeim, sem gengur suður af Strút; þar er skógar
hjarr i hliðunum og víðirgrundir fyrir neðan. Hraun