Andvari - 01.01.1899, Síða 18
12
fyllir alian dalinn, og er það Hallmundarhraun,.
kvísl sú, setn liggur niður í bygðina; hafa ýmsir
hlutar hraunsins sérstök nöfn: Skógahraun milli
Hraunár og Litlafljóts, Gráhraun upp að Kolsstöð-
um, Kálfhólahraun eða Háahraun nær upp á milli
Hallkelsstaða og Kolsstaða, svo Fljótstunguhraun,
svo Kleppahraun að Neðri-Fugleyrum, svo Fugleyra-
hraun fram að Þorvaldshálsi, og Laski, ræma grasi
gróin frá hálsendanum yfir að Eiríksgnípu; svo heit-
ir aðalhraunið að eins Hallmundarhraun, enda fækka
liér sem annarsstaðar örnefni, er íjær dregur bygð-
inni. Fórum við siðan sem leið liggur upp á Fugl-
eyrar, frám lijá Surtshelli') og svo upp með Norð-
lingafljóti að sunnan verðu. Hjá fljótinu nærri Fugl
eyrum var verið að byggja nýbýli; annars er hré
engin bygð á heiðunum, að eins afréttarlönd.
Þorvaldsháls er hið efra eintómt lausagrjót, möl og
stórgrýti, og sumstaðar grettistök, jafnvel mannhæð-
ar há; er hálsinn líklega að mestu leyti fornar jök-
ulöldur. Siðan riðum við sunnan við fljótið um dó-
leriturðir, holt og hæðir; fastar dóleritkiappir koraa
fram á stöku stað; víða er grjótið vindnúið á yfir-
borði og er rákastefnan oftast frá austri, enda eru
veður hér hvössust á austan-landsunnan af jöklun-
um. Um kvöidið tjölduðum við á bakka Norðlinga-
fljóts fyrir norðan Sauðafjall nyrðra, nærri gagn-
vert Alftakrók; það er graspláss norðan fljóts með
dálítilli tjörn. Ásar allir eru hér úr ísnúnu doleríti,
en sumstaðar sjást þó lög at' gráu hnullungabergi.
Eg gekk um kvöldið upp á Sauðafjall nyrðra; það
er breið dóleritalda, 1738 fet yfir sjó; þaðan er góð-
1) Sbr. Andvari XVII, bls. 42—45.