Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 19
13
'útsjón yflr Hallmundarhraun, öldurnar og ásana
beggja megin Norðlingafljóts, og Eiríksjökull blasir
við. Eiríksjökull er sérstakt fja.ll mjög stórskorið og
jökulkúpa ofan á; hann er 5730 fet á hæð og lang-
hæstur allra fjalla og jökla í grend. Strútur, Eiriks-
jökull og Langjökull eru alt móbergsfjöll, og er mjög
líklegt, að þau í fyrndinni, löngu fyrir ísöld, hafl öll
• verið samanhangandi; þá hefir legið afarþykt mó-
bergslag yfir miklum hluta af hálendi IsJands, 3—
4000 fet á þykt, en siðan hefir loft, vatn og jökl-
ar eytt miklu af móberginu og borið það burt á
mörgum þúsundum ára; einstök fjöll á hálendinu og
fjallaklasar þeir, sem jöklarnir hvíla á, eru leifar
af hinu forna, mikla móbergshálendi. Norðvestur-
horn Eiríksjökuls er lægra en aðalfjallið og á því
er ekki jökull, en brött er hlíðin þar niður að Hali-
mundarhrauni, og Eiríksgnípa þar utan í hlíðinni.
Austar á fjallinu er aðalbungan, þar sem jökullinn
hvílir á; frá hjarnjöklinum ganga 5 jökulfossar nið-
ur fyrir brúnir og alllangt niður í hlíðar undirfjall-
anna; i miðið er stærsti fossinn, sem gengur lengst
niður; liggur hann niður skarð eða klofa í fjallinu
til norðausturs og er stóreflishrúga af jökulöldum
fyrir neðan hann, eins og háls, sem nær langt út á
jafnsléttu; jökul þenna kölluðum við Klofajökul.
Fvrir vestan jökul þenna eru tveir jöklar, einkenni-
lega lagaðir; báðir eru þeir í heilu lagi efst, er þeir
greinast frá aðaljöklinum, og eru þar þrep eðahjall-
ar á þeim fyrir ofan aðalbrúnir, en fyrir neðan
brúnir kvíslast hver þeirra i tvent í hliðinni, og eru
þar eins og prjónabrækur breiddar til þerris; má
þvi kalla þá Eystri- og Vestri-Brækur; jöklarnir eru
báðir mjög brattir (20—30°) og ákaflega sprungnir;
endar þeirra eru á að gizka 2300 fet yfir sjó. Frá