Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 20
14
Sauðafjalli nyrðra sér og vel yfir miðhluta Hall-
mundarhrauns; það er hér tiltölulega mjótt, en
breikkar neðar, og ganga þar tvœr álmur úr því að
Norðlingafljóti, en annars eru dólerításar og urðir
milli þess, fljótsins og Þorvaldsháls; rajó hraunkvísi
hefir runnið niður milli Sauðafjalla. Hinu megin við
Norðlingafljót eru Arnarvatnshæðir, mjög mikii röð
af öldum og ásum, er ná norður með fljóti alt norð-
ur undir Sand; til vesturs sjást vötuin fyrir vestan
Hæðasporð og mikill hluti af Tvídægru; þar er
miklu sléttara og grösugra en á Arnarvatnsheiði, þó
báðar megi heita mjög grasgefnar; gróðurinn fer
eftir landslaginu; á Arnarvatnsheiði er lynggróður
meiri og kindahagar, á Tvídægru flóar og mýrgresi.
Heiðar þessar gefa af sér mikil matföng f'yrir Iívít-
ársíðu og aðrar nálægar bygðir; þar er afréttur á-
gætur, silungsveiði óþrjótandi og fugltekja allmikil,
rjúpur, andir, álftir o. fl. Fjallagrös eru hér og
mikil; fyrir fáum árum voru grasaferðir alveg lagð-
ar niður, en af því matvara útlend tók að hækka í
verði hafa menn sumstaðar tekið upp hinn gamla
sið og nota grös til búdrýginda. Vatnsdælingar fara
til grasa á Grímstungnaheiði, Hvítsíðingar áTvidægru
að Úifsvatni og Kvíslavötnum.
Næsta dag (17. júlí) var ágætt veður, en nokk-
uð kalt um nóttina; sólaruppkoman var mjög fögur,
loftið krystal-tært, ekkert ský á himni nema fáeinir
hvítir hnoðrar, jökulskallarnir rjómahvítir með rós-
rauðum bjarma, en purpurablær á fljótinu og tjörn-
unum. Þenna dag fórum við að skoða jökulkrikann
milli Eiriksjökuls og Langjökuls, Hallmundarhraun
og annað fleira. Við riðum um ása og urðir norður af
Sauðafjöllum; ákJöppum eru þar viða glöggar ísrákir;
við stefndum beint á norðurausturhorn Eiríltsjökuls,